Mikil ábyrgð hvílir á dómendum Björn Gíslason skrifar 29. mars 2007 18:41 Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma. Baugsmálið Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma.
Baugsmálið Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira