Ómar telur víst að fylgið tvöfaldist að minnsta kosti 25. mars 2007 18:30 Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna.
Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira