Svíinn Henrik Stenson og Ástralinn Robert Allenby hafa forystu eftir fyrsta hring á WGC-CA meistaramótinu í Miami sem er liður í PGA-mótaröðinni.
Báðir léku þeir fyrsta hringinn á 67 höggum, eða fimm undir pari, en einu höggi á eftir þeim kemur Daninn Thomas Björn og Spánverjinn Jose Maria Olazabal og Bandaríkjamaðurinn Charles Howell deila fjórða sætinu á þremur undir pari. Tiger Woods, sem er efstur á heimslista kylfinga, lék hins vegar fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu undir pari.