Beiðni Sevilla vísað frá

Fyrri leikur Sevilla og Tottenham í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða fer fram fimmta apríl eins og til stóð. Spænska liðið vildi láta færa leikinn til vegna hátíðarhalda í borginni á skírdag, en Knattspyrnusambandið neitaði beiðninni.