Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna 20. mars 2007 19:13 Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira