Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi 16. mars 2007 19:37 Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi. Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi.
Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira