Hæstiréttur staðfesti frávísun 16. mars 2007 19:36 Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. Þann 9.febrúar vísaði Héraðsdómur Reykavíkur frá, máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna þriggja, þeim Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu meðal annars frá á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að fyrirkomulag samkeppnislaga hefði ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um brot gegn samkeppnislögum. Þá taldi Hæstiréttur að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Ákæra yrði því ekki reist á þeirri lögreglurannsókn. Hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Classen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sératkvæði. Ragnar Hall lögmaður Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs segir ljóst að samkeppnislög hafi ekki verið skýr. „Það sem stendur upp úr í þessum dómi er að refsiákvæðin í samkeppnislögunum eru þannig útfærð að það var frá upphafi mikill vafi um þau. Það voru ekki einu sinni skilyrði til að hefja lögreglurannsókn í þessu máli," sagði Ragnar. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki koma á óvart en hún sé áfellisdómur yfir samkeppnislögunum. Hann segir málinu nú lokið. „Við höfum þessa einu rannsókn sem var grundvöllur ákæru og hún er þessum annmörkum háð. Við höfum ekkert annað til að byggja ákæru á. Ef það er ekki nógu gott í þessu máli núna, þá verður það ekki betra þó við reynum aftur. Málið er niðurfallið, sakborningarnir eru lausir allra mála og eru væntanlega mjög fegnir því. Við verðum bara að óska þeim til hamingju að vera lausir við þennan bagga sem þeir hafa þurft að bera þessi ár," sagði Helgi Magnús. Fréttir Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. Þann 9.febrúar vísaði Héraðsdómur Reykavíkur frá, máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna þriggja, þeim Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu meðal annars frá á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að fyrirkomulag samkeppnislaga hefði ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um brot gegn samkeppnislögum. Þá taldi Hæstiréttur að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Ákæra yrði því ekki reist á þeirri lögreglurannsókn. Hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Classen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sératkvæði. Ragnar Hall lögmaður Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs segir ljóst að samkeppnislög hafi ekki verið skýr. „Það sem stendur upp úr í þessum dómi er að refsiákvæðin í samkeppnislögunum eru þannig útfærð að það var frá upphafi mikill vafi um þau. Það voru ekki einu sinni skilyrði til að hefja lögreglurannsókn í þessu máli," sagði Ragnar. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki koma á óvart en hún sé áfellisdómur yfir samkeppnislögunum. Hann segir málinu nú lokið. „Við höfum þessa einu rannsókn sem var grundvöllur ákæru og hún er þessum annmörkum háð. Við höfum ekkert annað til að byggja ákæru á. Ef það er ekki nógu gott í þessu máli núna, þá verður það ekki betra þó við reynum aftur. Málið er niðurfallið, sakborningarnir eru lausir allra mála og eru væntanlega mjög fegnir því. Við verðum bara að óska þeim til hamingju að vera lausir við þennan bagga sem þeir hafa þurft að bera þessi ár," sagði Helgi Magnús.
Fréttir Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira