Hlynur Bærings: Keflvíkingar eru alltaf erfiðir 15. mars 2007 16:28 Hlynur Bæringsson á von á erfiðu einvígi við Keflvíkinga Mynd/Stefán Karlsson Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. "Maður hefði nú alveg geta ímyndað sér þetta auðveldara í fyrstu umferð en að mæta Keflavík og þetta verður hörkurimma. Við vitum nú ekki alveg hvernig þeir mæta til leiks, hvort þeir verða með Bandaríkjamann eða ekki, en það er ljóst að þeir eru samt með mjög vel mannað lið. Arnar Freyr er svo auðvitað meiddur og þar er erfitt fyrir þá, en Keflavík á nóg af bakvörðum til að bregðast við því. Það skiptir engu máli í hvaða sæti Keflavíkurliðið endaði, þeir eru alltaf erfiðir," sagði Hlynur. En hvernig er stemmingin í Hólminum? "Við hefðum auðvitað vilja vera í betra sæti eftir deildarkeppnina, en við fáum þó heimavallarréttinn í fyrstu umferðinni. Við erum mjög sáttir við þjálfarann sem við fengum frá Danmörku, það eru allir sáttir við hann og það hefur verið stígandi í liðinu hjá okkur í vetur," sagði Hlynur og sagði Snæfellinga setja stefnuna hátt í úrslitakeppninni. "Við komumst auðvitað í úrslit tvö ár í röð á móti Keflavík á sínum tíma þannig að það væri líklega lélegt að stefna á eitthvað minna en að komast í úrslit. Við viljum auðvitað vinna titilinn eins og öll þessi lið og ég sjálfur verð ekki ánægður með neitt annað. Ég held að yrði ekkert stórslys ef eitthvað annað lið en við myndi landa titlinum - en menn eru á rangri hillu ef þeir ætla sér eitthvað annað en sigur í keppninni," sagði Hlynur brattur. Leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og klukkan 20 mætast KR og ÍR í DHL-höllinni, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Dominos-deild karla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. "Maður hefði nú alveg geta ímyndað sér þetta auðveldara í fyrstu umferð en að mæta Keflavík og þetta verður hörkurimma. Við vitum nú ekki alveg hvernig þeir mæta til leiks, hvort þeir verða með Bandaríkjamann eða ekki, en það er ljóst að þeir eru samt með mjög vel mannað lið. Arnar Freyr er svo auðvitað meiddur og þar er erfitt fyrir þá, en Keflavík á nóg af bakvörðum til að bregðast við því. Það skiptir engu máli í hvaða sæti Keflavíkurliðið endaði, þeir eru alltaf erfiðir," sagði Hlynur. En hvernig er stemmingin í Hólminum? "Við hefðum auðvitað vilja vera í betra sæti eftir deildarkeppnina, en við fáum þó heimavallarréttinn í fyrstu umferðinni. Við erum mjög sáttir við þjálfarann sem við fengum frá Danmörku, það eru allir sáttir við hann og það hefur verið stígandi í liðinu hjá okkur í vetur," sagði Hlynur og sagði Snæfellinga setja stefnuna hátt í úrslitakeppninni. "Við komumst auðvitað í úrslit tvö ár í röð á móti Keflavík á sínum tíma þannig að það væri líklega lélegt að stefna á eitthvað minna en að komast í úrslit. Við viljum auðvitað vinna titilinn eins og öll þessi lið og ég sjálfur verð ekki ánægður með neitt annað. Ég held að yrði ekkert stórslys ef eitthvað annað lið en við myndi landa titlinum - en menn eru á rangri hillu ef þeir ætla sér eitthvað annað en sigur í keppninni," sagði Hlynur brattur. Leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og klukkan 20 mætast KR og ÍR í DHL-höllinni, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20.
Dominos-deild karla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira