Platini leggur fram umdeildar tillögur 14. mars 2007 18:54 Michel Platini AP Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, lagði í dag fram tillögur sínar um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Meistaradeild Evrópu. Platini kynnti þessar tillögur áður en hann bauð sig fram til forseta fyrir nokkrum vikum og voru þær harðlega gagnrýndar af forráðamönnum stærstu knattspyrnudeilda Evrópu. Platini vill breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni á þann hátt að hann vill fækka liðum úr stærstu deildum Evrópu úr fjórum í þrjú. Þessar tillögur mættu harðri gagnrýni frá Englendingum, Spánverjum og Ítölum svo einhverjir séu nefndir, en þessar þjóðir eiga skiljanlega mikilla hagsmuna að gæta í málinu. Platini hefur lagt til að liðin sem hafna í fjórða sæti í stóru deildunum fari í sérstaka úrslitakeppni á vorin þar sem þau myndu reyna fyrir sér innbyrðis um laust sæti í meistaradeildinni - eða spila við eitthvað af toppliðunum frá "minni" þjóðum. "Þetta er spurning um jafnvægi. Meistaradeildin á ekki að vera bara spurning um sjónvarpstekjur og peninga. Ég sé þetta sem tækifæri til að jafna bilið milli stórliða Evrópu og liða frá löndum eins og t.d. Damörku og Tékklandi," sagði Platini. Platini tilkynnti þessar tillögur á sérstökum fundi í London í dag, en þær verða svo settar formlega fyrir skipulagsnefnd í maí. Nái þær í gegn um skipulagsnefndina verða þær teknar fyrir á þingi knattspyrnusambandsins næsta september. Verði þær samþykktar þar, myndu þær taka endanlega gildi tímabilið 2009-2010. Víst þykir að þessar tillögur muni mæta mjög harðri andstöðu frá stóru knattspyrnufélögunum, sem og frá forráðamönnum félaga á Englandi, Ítalíu og Spáni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, lagði í dag fram tillögur sínar um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Meistaradeild Evrópu. Platini kynnti þessar tillögur áður en hann bauð sig fram til forseta fyrir nokkrum vikum og voru þær harðlega gagnrýndar af forráðamönnum stærstu knattspyrnudeilda Evrópu. Platini vill breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni á þann hátt að hann vill fækka liðum úr stærstu deildum Evrópu úr fjórum í þrjú. Þessar tillögur mættu harðri gagnrýni frá Englendingum, Spánverjum og Ítölum svo einhverjir séu nefndir, en þessar þjóðir eiga skiljanlega mikilla hagsmuna að gæta í málinu. Platini hefur lagt til að liðin sem hafna í fjórða sæti í stóru deildunum fari í sérstaka úrslitakeppni á vorin þar sem þau myndu reyna fyrir sér innbyrðis um laust sæti í meistaradeildinni - eða spila við eitthvað af toppliðunum frá "minni" þjóðum. "Þetta er spurning um jafnvægi. Meistaradeildin á ekki að vera bara spurning um sjónvarpstekjur og peninga. Ég sé þetta sem tækifæri til að jafna bilið milli stórliða Evrópu og liða frá löndum eins og t.d. Damörku og Tékklandi," sagði Platini. Platini tilkynnti þessar tillögur á sérstökum fundi í London í dag, en þær verða svo settar formlega fyrir skipulagsnefnd í maí. Nái þær í gegn um skipulagsnefndina verða þær teknar fyrir á þingi knattspyrnusambandsins næsta september. Verði þær samþykktar þar, myndu þær taka endanlega gildi tímabilið 2009-2010. Víst þykir að þessar tillögur muni mæta mjög harðri andstöðu frá stóru knattspyrnufélögunum, sem og frá forráðamönnum félaga á Englandi, Ítalíu og Spáni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira