Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast 13. mars 2007 16:54 Jón H. B. Snorrason kom í héraðsdóm í dag til að bera vitni í málinu en varð frá að hverfa vegna þess að vitnaleiðslur höfðu riðlast töluvert. MYND/Stöð 2 Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum. Baugsmálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum.
Baugsmálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira