Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas 7. mars 2007 18:45 Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira
Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira