Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit 6. mars 2007 21:36 Eiður Smári fagnar hér marki sínu gegn Liverpool, sem því miður dugði liði hans ekki til að komast áfram AFP Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Liverpool átti ekki skilið að tapa leiknum í kvöld og fékk liðið miklu betri færi en andstæðingarnir. Enska liðið átti til að mynda tvö skot í markstangirnar hjá Barcelona og þá bjargaði spænska liðið einu sinni þrisvar á marklínu í einni sókninni. Þetta kemur þó ekki að sök þegar upp er staðið og Liverpool er komið áfram á verðskuldaðan hátt eftir frábæran sigur í fyrri leiknum. Liverpool átti 17 markskot í leiknum en Barcelona 7. Chelsea byrjaði illa gegn Porto og lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung. Arjen Robben jafnaði leikinn á 50. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar portúgalska liðsins. Hafi verið sómi af marki þess hollenska, var ekki sami glansinn yfir leikaraskap hans í fyrri hálfleiknum þar sem hann kastaði sér í völlinn í teig Porto og uppskar gult spjald. Það var svo Michael Ballack sem tryggði Chelsea sigurinn með laglegu marki á 76. mínútu, en hann hafði verið lítt áberandi í leiknum að öðru leiti. Roma vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á franska liðinu Lyon og er komið áfram samtals 2-0. Heimamenn voru slakir í leiknum og töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í Meistaradeildinni síðan árið 2002. Rómverjar voru einfaldlega betri í leiknum og fengu meira að segja dæmt af sér mark með loðnum hætti. Totti og Mancini skoruðu mörk Roma. Valencia einnig komið áfram eftir 0-0 jafntefli við Inter Milan á útivelli og kemst áfram á útimörkum eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Ljót uppákoma varð undir lok leiksins þar sem allt logaði í slagsmálum og ljóst að þetta atvik gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Liverpool átti ekki skilið að tapa leiknum í kvöld og fékk liðið miklu betri færi en andstæðingarnir. Enska liðið átti til að mynda tvö skot í markstangirnar hjá Barcelona og þá bjargaði spænska liðið einu sinni þrisvar á marklínu í einni sókninni. Þetta kemur þó ekki að sök þegar upp er staðið og Liverpool er komið áfram á verðskuldaðan hátt eftir frábæran sigur í fyrri leiknum. Liverpool átti 17 markskot í leiknum en Barcelona 7. Chelsea byrjaði illa gegn Porto og lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung. Arjen Robben jafnaði leikinn á 50. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar portúgalska liðsins. Hafi verið sómi af marki þess hollenska, var ekki sami glansinn yfir leikaraskap hans í fyrri hálfleiknum þar sem hann kastaði sér í völlinn í teig Porto og uppskar gult spjald. Það var svo Michael Ballack sem tryggði Chelsea sigurinn með laglegu marki á 76. mínútu, en hann hafði verið lítt áberandi í leiknum að öðru leiti. Roma vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á franska liðinu Lyon og er komið áfram samtals 2-0. Heimamenn voru slakir í leiknum og töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í Meistaradeildinni síðan árið 2002. Rómverjar voru einfaldlega betri í leiknum og fengu meira að segja dæmt af sér mark með loðnum hætti. Totti og Mancini skoruðu mörk Roma. Valencia einnig komið áfram eftir 0-0 jafntefli við Inter Milan á útivelli og kemst áfram á útimörkum eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Ljót uppákoma varð undir lok leiksins þar sem allt logaði í slagsmálum og ljóst að þetta atvik gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira