Siv á að segja af sér 4. mars 2007 18:32 Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira