Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð 4. mars 2007 18:30 Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Búið er að ákveða nafn á þetta nýja framboð umhverfisverndarsinna en hvað það er hafa menn ekki viljað upplýsa. Heimildir fréttastofu herma að Ómar Ragnarsson muni leiða listann í Reykjavík norður og Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, í Reykjavík suður. Margrét vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði það vissulega mjög rökrétt. Hún staðfesti þó að Jakob Frímann Magnússon yrði á lista flokksins. Gallup könnun hefur verið gerð á fylgi við framboðið en niðurstöður hennar hafa ekki verið kunngjörðar. "Það eina sem ég get sagt er að þetta eru uppörvandi tölur. Þetta sýnir að það er hljómgrunnur fyrir svona framboði," sagði Ómar Ragnarsson í Silfri Egils í dag. Aðspurður hvort fylkingin muni ekki taka fylgi frá Samfylkingunni segir Ómar: "Nei, niðurstaðan verður alltaf þessi og það sýna skoðanakannanirnar að við tökum fylgi frá nánast öllum flokkum." Ómar segir að umhverfismálin hafi læstst inni á vinstri kantinum. "Markmiðið er bara eitt fyrir þessar kosningar, þess vegna er ég að hugsa um að leggja þessu lið, það er að breikka grænu fylkinguna til hægri frá miðjunni." Framboðið verður að öllum líkindum kynnt formlega eftir um tíu daga. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt hægri grænt framboð ekki vondar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óttast ekki að það taki fylgi frá sínum flokki. Umhverfismál eigi að vera þverpólitísk. "Þetta bara fer allt eftir stefnumálunum. Kjósendur eru skynsamir. Þeir skoða stefnu flokkanna, hvaða fólk er í framboði og fyrir hvað þessir flokkar standa og taka afstöðu út frá því." Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Búið er að ákveða nafn á þetta nýja framboð umhverfisverndarsinna en hvað það er hafa menn ekki viljað upplýsa. Heimildir fréttastofu herma að Ómar Ragnarsson muni leiða listann í Reykjavík norður og Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, í Reykjavík suður. Margrét vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði það vissulega mjög rökrétt. Hún staðfesti þó að Jakob Frímann Magnússon yrði á lista flokksins. Gallup könnun hefur verið gerð á fylgi við framboðið en niðurstöður hennar hafa ekki verið kunngjörðar. "Það eina sem ég get sagt er að þetta eru uppörvandi tölur. Þetta sýnir að það er hljómgrunnur fyrir svona framboði," sagði Ómar Ragnarsson í Silfri Egils í dag. Aðspurður hvort fylkingin muni ekki taka fylgi frá Samfylkingunni segir Ómar: "Nei, niðurstaðan verður alltaf þessi og það sýna skoðanakannanirnar að við tökum fylgi frá nánast öllum flokkum." Ómar segir að umhverfismálin hafi læstst inni á vinstri kantinum. "Markmiðið er bara eitt fyrir þessar kosningar, þess vegna er ég að hugsa um að leggja þessu lið, það er að breikka grænu fylkinguna til hægri frá miðjunni." Framboðið verður að öllum líkindum kynnt formlega eftir um tíu daga. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt hægri grænt framboð ekki vondar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óttast ekki að það taki fylgi frá sínum flokki. Umhverfismál eigi að vera þverpólitísk. "Þetta bara fer allt eftir stefnumálunum. Kjósendur eru skynsamir. Þeir skoða stefnu flokkanna, hvaða fólk er í framboði og fyrir hvað þessir flokkar standa og taka afstöðu út frá því."
Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira