Tollkvótar hækka matarverð 4. mars 2007 18:30 Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. Alþingi hafnaði í vikunni tillögum Samtaka verslunar og þjónustu um að tollkvótum á kjöti og ostum yrði úthlutað án uppboðs. Samtökin vildu að helmingi tollkvóta yrði úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki en afganginum síðan með hlutkesti. Alþingi hins vegar samþykkti að halda áfram uppboðum innflutningskvótum á kjöti og ostum. En hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir almenning? "Það þýðir bara það að fimm hundruð milljónir hljóta að færast inn í vöruverðið sem ígildi tolla, það hækkar vöruverðið sem er andstætt markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka vöruverð," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Töluverðar upphæðir gætu runnið úr vasa almennings - í ríkissjóð - með því að halda kvótauppboðum til streitu, að mati Sigurðar. "Þetta gæti náð töluverðum upphæðum, var síðast um 180 milljónir fyrir 490 tonn og miðað við það magn sem bætist við núna, sem eru tæp 800 tonn, þá sýnist okkur að heildarupphæðin gæti náð um 500 milljónum." Öllum tillögum samtakanna var hafnað en með þeim hugðust þau meðal annars hindra að kvótar yrðu keyptir til að koma í veg fyrir innflutning. "Með því ætluðum við að reyna að koma í veg fyrir það að aðilar sem njóta tollverndar, eins og Osta og smjörsalan til dæmis, að þeir gætu keypt kvóta og notað þá ekki og komið þannig haldið verðinu háu." Hafa verið brögð að því hjá framleiðendum að kaupa upp þessa kvóta og nýta þá ekki? "Það hafa einhver brögð verið að því já, og við síðustu úthlutun þá var, ef ég man rétt, um 30% af ostunum sem boðnir voru upp keyptir af Osta- og smjörsölunni sem er jú sá aðili sem nýtur tollverndarinnar." Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. Alþingi hafnaði í vikunni tillögum Samtaka verslunar og þjónustu um að tollkvótum á kjöti og ostum yrði úthlutað án uppboðs. Samtökin vildu að helmingi tollkvóta yrði úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki en afganginum síðan með hlutkesti. Alþingi hins vegar samþykkti að halda áfram uppboðum innflutningskvótum á kjöti og ostum. En hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir almenning? "Það þýðir bara það að fimm hundruð milljónir hljóta að færast inn í vöruverðið sem ígildi tolla, það hækkar vöruverðið sem er andstætt markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka vöruverð," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Töluverðar upphæðir gætu runnið úr vasa almennings - í ríkissjóð - með því að halda kvótauppboðum til streitu, að mati Sigurðar. "Þetta gæti náð töluverðum upphæðum, var síðast um 180 milljónir fyrir 490 tonn og miðað við það magn sem bætist við núna, sem eru tæp 800 tonn, þá sýnist okkur að heildarupphæðin gæti náð um 500 milljónum." Öllum tillögum samtakanna var hafnað en með þeim hugðust þau meðal annars hindra að kvótar yrðu keyptir til að koma í veg fyrir innflutning. "Með því ætluðum við að reyna að koma í veg fyrir það að aðilar sem njóta tollverndar, eins og Osta og smjörsalan til dæmis, að þeir gætu keypt kvóta og notað þá ekki og komið þannig haldið verðinu háu." Hafa verið brögð að því hjá framleiðendum að kaupa upp þessa kvóta og nýta þá ekki? "Það hafa einhver brögð verið að því já, og við síðustu úthlutun þá var, ef ég man rétt, um 30% af ostunum sem boðnir voru upp keyptir af Osta- og smjörsölunni sem er jú sá aðili sem nýtur tollverndarinnar."
Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira