Gatnakerfið á Akureyri hættulegt 2. mars 2007 20:15 Frá Akureyri. MYND/KK Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. Þórunnarstrætið stendur í brekku og er brattinn einna mestur neðst í götunni. Segir Birgir Þór Bragson einn helsti aksturssérfræðingur landsins að yfirvöld, það er Vegagerðin og Akureyrarbær, beri ábyrgðina á þeim árekstrum sem þarna hafi orðið. Strax verði að gera lagfæringar. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru þessi gatnamót einn svartasti bletturinn í umferðinni á Akureyri, það er hér verða hvað flestir árekstrar. Þessar götur tvær, Glerárgata og Þórunnarstrætið voru lagðar árin 1966-68 og er hallinn hér á Þórunnarstrætinu barn síns tíma. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri telur ekki óeðlilegt að mörg slys verði á þeim gatnamótum sem séu hvað fjölförnust. En hann hafnar því að vegagerðin eða bærinn beri hér mesta ábyrgð. Fyrst of fremst sé það á ábyrgð ökumanna að aka eftir aðstæðum. En hér í Kaupvangsstrætinu eða Gilinu eins og það kallast í daglegu tali bæjarbúa er brattinn hvað mestur í umferðinni. Hér er hallinn 10-17% þar sem hann er mestur og akstursaðstæður mjög varasamar. En þrátt fyrir þetta eru slys hér furðu fátíð að sögn lögreglu, enda fara hér flestir varlega eins og í dag þar sem flughált er á götunum. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. Þórunnarstrætið stendur í brekku og er brattinn einna mestur neðst í götunni. Segir Birgir Þór Bragson einn helsti aksturssérfræðingur landsins að yfirvöld, það er Vegagerðin og Akureyrarbær, beri ábyrgðina á þeim árekstrum sem þarna hafi orðið. Strax verði að gera lagfæringar. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru þessi gatnamót einn svartasti bletturinn í umferðinni á Akureyri, það er hér verða hvað flestir árekstrar. Þessar götur tvær, Glerárgata og Þórunnarstrætið voru lagðar árin 1966-68 og er hallinn hér á Þórunnarstrætinu barn síns tíma. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri telur ekki óeðlilegt að mörg slys verði á þeim gatnamótum sem séu hvað fjölförnust. En hann hafnar því að vegagerðin eða bærinn beri hér mesta ábyrgð. Fyrst of fremst sé það á ábyrgð ökumanna að aka eftir aðstæðum. En hér í Kaupvangsstrætinu eða Gilinu eins og það kallast í daglegu tali bæjarbúa er brattinn hvað mestur í umferðinni. Hér er hallinn 10-17% þar sem hann er mestur og akstursaðstæður mjög varasamar. En þrátt fyrir þetta eru slys hér furðu fátíð að sögn lögreglu, enda fara hér flestir varlega eins og í dag þar sem flughált er á götunum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira