Gatnakerfið á Akureyri hættulegt 2. mars 2007 20:15 Frá Akureyri. MYND/KK Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. Þórunnarstrætið stendur í brekku og er brattinn einna mestur neðst í götunni. Segir Birgir Þór Bragson einn helsti aksturssérfræðingur landsins að yfirvöld, það er Vegagerðin og Akureyrarbær, beri ábyrgðina á þeim árekstrum sem þarna hafi orðið. Strax verði að gera lagfæringar. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru þessi gatnamót einn svartasti bletturinn í umferðinni á Akureyri, það er hér verða hvað flestir árekstrar. Þessar götur tvær, Glerárgata og Þórunnarstrætið voru lagðar árin 1966-68 og er hallinn hér á Þórunnarstrætinu barn síns tíma. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri telur ekki óeðlilegt að mörg slys verði á þeim gatnamótum sem séu hvað fjölförnust. En hann hafnar því að vegagerðin eða bærinn beri hér mesta ábyrgð. Fyrst of fremst sé það á ábyrgð ökumanna að aka eftir aðstæðum. En hér í Kaupvangsstrætinu eða Gilinu eins og það kallast í daglegu tali bæjarbúa er brattinn hvað mestur í umferðinni. Hér er hallinn 10-17% þar sem hann er mestur og akstursaðstæður mjög varasamar. En þrátt fyrir þetta eru slys hér furðu fátíð að sögn lögreglu, enda fara hér flestir varlega eins og í dag þar sem flughált er á götunum. Fréttir Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. Þórunnarstrætið stendur í brekku og er brattinn einna mestur neðst í götunni. Segir Birgir Þór Bragson einn helsti aksturssérfræðingur landsins að yfirvöld, það er Vegagerðin og Akureyrarbær, beri ábyrgðina á þeim árekstrum sem þarna hafi orðið. Strax verði að gera lagfæringar. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru þessi gatnamót einn svartasti bletturinn í umferðinni á Akureyri, það er hér verða hvað flestir árekstrar. Þessar götur tvær, Glerárgata og Þórunnarstrætið voru lagðar árin 1966-68 og er hallinn hér á Þórunnarstrætinu barn síns tíma. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri telur ekki óeðlilegt að mörg slys verði á þeim gatnamótum sem séu hvað fjölförnust. En hann hafnar því að vegagerðin eða bærinn beri hér mesta ábyrgð. Fyrst of fremst sé það á ábyrgð ökumanna að aka eftir aðstæðum. En hér í Kaupvangsstrætinu eða Gilinu eins og það kallast í daglegu tali bæjarbúa er brattinn hvað mestur í umferðinni. Hér er hallinn 10-17% þar sem hann er mestur og akstursaðstæður mjög varasamar. En þrátt fyrir þetta eru slys hér furðu fátíð að sögn lögreglu, enda fara hér flestir varlega eins og í dag þar sem flughált er á götunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira