Lögreglan sökuð um ofbeldi 26. febrúar 2007 19:30 Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi. Fréttir Innlent Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi.
Fréttir Innlent Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira