Fleiri börn drukkna í Evrópu en færri á Íslandi 26. febrúar 2007 18:53 Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Á árunum 1984 til 1993 drukknuðu þrettán börn á aldrinum 0-14 ára á Íslandi en 35 lifðu af eftir að hafa næstum drukknað, sem þýðir að börnin hafa hætt að anda en verið endurlífguð. Þar af fengu þrjú börn heilaskaða vegna súrefnisskorts. Alls 48 tilvik. Frá 1995 hefur hins vegar eitt barn drukknað og sjö næstum drukknað. Á sama tíma fjölgar þeim börnum sem drukkna í Evrópu. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, telur að skýringin liggi meðal annars í því að við búum enn að því átaki sem hrint var í framkvæmd árið 1994. "Þá var tekið á öllum þessum þáttum sem voru ekki í lagi hér á landi, það var hrint af stað miklu átaksverkefni í að fræða fólk um það að grunnt vatn eins og 2-5 sentímetrar geta verið nóg til þess að smábörnin drukkna."Menn telja tvær ástæður skýra fjölgun barna sem drukkna í Evrópu, annars vegar miklir búferlaflutninga milli landa, þegar fólk flytur á ókunnugt svæði og er til dæmis ekki vant sundlaugum og strandstöðum, og hins vegar fjölgun ferðamanna til sólarlanda.Slysin verða enn helst í sundlaugunum hér á landi segir Herdís og varar við fölsku öryggi sundkúta. Kútar eru ekki öryggisbúnaður, segir hún, og aldrei megi nokkurn tímann líta af ósyndu barni í vatni hvort sem það er með eða án kúts. Sérstaklega séu hringkútar varhugaverðir. "Þetta er leikfang og þetta er hættulegt leikfang. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota þetta eða taka með sér til útlanda." Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Á árunum 1984 til 1993 drukknuðu þrettán börn á aldrinum 0-14 ára á Íslandi en 35 lifðu af eftir að hafa næstum drukknað, sem þýðir að börnin hafa hætt að anda en verið endurlífguð. Þar af fengu þrjú börn heilaskaða vegna súrefnisskorts. Alls 48 tilvik. Frá 1995 hefur hins vegar eitt barn drukknað og sjö næstum drukknað. Á sama tíma fjölgar þeim börnum sem drukkna í Evrópu. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, telur að skýringin liggi meðal annars í því að við búum enn að því átaki sem hrint var í framkvæmd árið 1994. "Þá var tekið á öllum þessum þáttum sem voru ekki í lagi hér á landi, það var hrint af stað miklu átaksverkefni í að fræða fólk um það að grunnt vatn eins og 2-5 sentímetrar geta verið nóg til þess að smábörnin drukkna."Menn telja tvær ástæður skýra fjölgun barna sem drukkna í Evrópu, annars vegar miklir búferlaflutninga milli landa, þegar fólk flytur á ókunnugt svæði og er til dæmis ekki vant sundlaugum og strandstöðum, og hins vegar fjölgun ferðamanna til sólarlanda.Slysin verða enn helst í sundlaugunum hér á landi segir Herdís og varar við fölsku öryggi sundkúta. Kútar eru ekki öryggisbúnaður, segir hún, og aldrei megi nokkurn tímann líta af ósyndu barni í vatni hvort sem það er með eða án kúts. Sérstaklega séu hringkútar varhugaverðir. "Þetta er leikfang og þetta er hættulegt leikfang. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota þetta eða taka með sér til útlanda."
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira