Píkusögur, P-dagur, frelsum ástina, flokksráð VG, bókmenntafræði 26. febrúar 2007 13:11 Í Silfrinu í gær skýrði ég frá því að mér þætti leikritið Píkusögur geysilega klámfengið. Spurði hvort ekki þyrfti að banna það? Einu sinni var ég viðstaddur fund þar sem flutt var brot úr verkinu, ég sat á efri svölum í Gamla bíói og bliknaði og blánaði. Ég man að ég spurði mig á fundinum - má ég vera á móti ofbeldi gegn konum án þess að hlusta á þessi ósköp? En þetta leikrit hefur haft geysileg áhrif. Það er undirstaðan undir svokölluðum V-degi sem er haldinn á háskólalóðum víðs vegar um Bandaríkin. Hér á Íslandi hafa Píkusögur verið notaðar sem tilraunaverkefni í grunnskólum. Hér er frásögn af ungum háskólanemum i á Rhode Island sem datt í hug að halda svokallaðan P-dag og flytja Tippasögur. Í raun var það ekki annað en tiltölulega saklaus paródía á V-daginn. Kannski svolítið smekklaus - en það eru Píkusögurnar líka. Skemmst er að segja frá því að háskólayfirvöld brugðust við gríninu eins og það sé algjör hryllingur. Tveimur stúdentanna hefur verið hótað brottrekstri úr skóla en tákn P-dagsins var gert upptækt. --- --- ---Frelsum ástina, höfnum klámi var ein yfirskrift landsfundar Vinstri grænna. En hvað með allt það fólk sem finnur ekki ást? Ég man að einu sinni las ég velvakandabréf sem byrjaði svona, klippti það meira það meira að segja út en er búinn að týna því: "Hvað á að gera fyrir okkur, þúsundir íslenskra karlmanna sem erum dæmdir til einlífis?" Mig minnir að á þeim tíma hafi hagstofutölur sagt að íslenskir karlar væru tvö þúsund fleiri en konur. --- --- --- Í flokksráð Vinstri grænna voru um helgina kosnir þrjátíu flokksmenn. Stundum er sagt að gamlir marxistar hafi séð sér leik á borði að endurfæðast sem umhverfissinnar. Kannski er eitthað hæft í því. Það vekur altént athygli að í flokksráðinu er að minnsta kosti fjórir einstaklingar sem forðum tíð voru virkir í Fylkingunni - Birna Þórðardóttir, Ragnar Stefánsson, Einar Ólafsson og Sveinn Rúnar Hauksson. Að auki situr í ráðinu ekki minni maður en Ólafur Þ. Jónsson - sjálfur Óli kommi. --- --- --- Bókmenntafræði getur verið stórkostleg fræðigrein. Í Fréttablaðinu í síðustu viku fjallaði einn bókmenntafræðingur, Gunnar Stefánsson, um skrif annars bókmenntafræðings, Soffíu Auðar Birgisdóttur. Þau tilheyra greinilega ekki sama skóla í bókmenntafræðinni - vægast sagt. Gunnar er af gamla skólanum, Soffía af einhverjum ótilgreindum nýjum skóla. Gunnar skrifar:"Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eru hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er." Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum." Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn" fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi." Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar"? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs" --- --- --- Á laugardaginn birti Lesbók Morgunblaðsins, málgagn póstmódernismans á Íslandi, grein eftir Geir Svansson bókmenntafræðing. Í greininni mátti meðal annars lesa þessa málsgrein:"Risómið er órætt eða óendanlega margrætt; það afbyggir stigveldi, grefur undan forræði, myndar óvænt tengsl og framleiðir flóttalínur undan valdaformgerðum." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Í Silfrinu í gær skýrði ég frá því að mér þætti leikritið Píkusögur geysilega klámfengið. Spurði hvort ekki þyrfti að banna það? Einu sinni var ég viðstaddur fund þar sem flutt var brot úr verkinu, ég sat á efri svölum í Gamla bíói og bliknaði og blánaði. Ég man að ég spurði mig á fundinum - má ég vera á móti ofbeldi gegn konum án þess að hlusta á þessi ósköp? En þetta leikrit hefur haft geysileg áhrif. Það er undirstaðan undir svokölluðum V-degi sem er haldinn á háskólalóðum víðs vegar um Bandaríkin. Hér á Íslandi hafa Píkusögur verið notaðar sem tilraunaverkefni í grunnskólum. Hér er frásögn af ungum háskólanemum i á Rhode Island sem datt í hug að halda svokallaðan P-dag og flytja Tippasögur. Í raun var það ekki annað en tiltölulega saklaus paródía á V-daginn. Kannski svolítið smekklaus - en það eru Píkusögurnar líka. Skemmst er að segja frá því að háskólayfirvöld brugðust við gríninu eins og það sé algjör hryllingur. Tveimur stúdentanna hefur verið hótað brottrekstri úr skóla en tákn P-dagsins var gert upptækt. --- --- ---Frelsum ástina, höfnum klámi var ein yfirskrift landsfundar Vinstri grænna. En hvað með allt það fólk sem finnur ekki ást? Ég man að einu sinni las ég velvakandabréf sem byrjaði svona, klippti það meira það meira að segja út en er búinn að týna því: "Hvað á að gera fyrir okkur, þúsundir íslenskra karlmanna sem erum dæmdir til einlífis?" Mig minnir að á þeim tíma hafi hagstofutölur sagt að íslenskir karlar væru tvö þúsund fleiri en konur. --- --- --- Í flokksráð Vinstri grænna voru um helgina kosnir þrjátíu flokksmenn. Stundum er sagt að gamlir marxistar hafi séð sér leik á borði að endurfæðast sem umhverfissinnar. Kannski er eitthað hæft í því. Það vekur altént athygli að í flokksráðinu er að minnsta kosti fjórir einstaklingar sem forðum tíð voru virkir í Fylkingunni - Birna Þórðardóttir, Ragnar Stefánsson, Einar Ólafsson og Sveinn Rúnar Hauksson. Að auki situr í ráðinu ekki minni maður en Ólafur Þ. Jónsson - sjálfur Óli kommi. --- --- --- Bókmenntafræði getur verið stórkostleg fræðigrein. Í Fréttablaðinu í síðustu viku fjallaði einn bókmenntafræðingur, Gunnar Stefánsson, um skrif annars bókmenntafræðings, Soffíu Auðar Birgisdóttur. Þau tilheyra greinilega ekki sama skóla í bókmenntafræðinni - vægast sagt. Gunnar er af gamla skólanum, Soffía af einhverjum ótilgreindum nýjum skóla. Gunnar skrifar:"Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eru hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er." Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum." Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn" fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi." Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar"? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs" --- --- --- Á laugardaginn birti Lesbók Morgunblaðsins, málgagn póstmódernismans á Íslandi, grein eftir Geir Svansson bókmenntafræðing. Í greininni mátti meðal annars lesa þessa málsgrein:"Risómið er órætt eða óendanlega margrætt; það afbyggir stigveldi, grefur undan forræði, myndar óvænt tengsl og framleiðir flóttalínur undan valdaformgerðum."
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun