Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn 26. febrúar 2007 10:45 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal. Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal.
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira