Hatur og bókhaldsbrot 22. febrúar 2007 18:45 Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Jón Ásgeir sagði að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði haft mikla óvild í garð fyrirtækisins en það hefði komið skýrt fram á fundi hans með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Umræddur fundur Hreins og Davíðs var í London skömmu áður en lögreglan hóf að rannsaka Baug. Á fundinum hafi hann hótaði því að Baugur yrði fyrir barðinu á skattinum eða öðrum. Hann sagðist ekki geta skýrt þessa óvild Davíðs í garð fyrirtækisins en hann hafi notað félagið sem blóraböggul fyrir hárri verðbólgu á þessum tíma. Lögreglurannsóknin og afleiðingar hennar hefðu neytt þá til að afskrá fyrirtækið Í dag var einnig fjallað um brot Jón Gerald Sullenberger. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Hann játaði það fyrir dómi í dag en sagðist hafa gert reikninginn að beiðni Trygga. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi nokkrum árum áður. Jón Ásgeir sagði ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið. Fréttastofan hefur jafnframt heimildir fyrir því að verjendur Jóns Ásgeirs ætli að kalla fyrir dóminn vitni sem voru um umræddu partýi sem staðfesta að hann hafi ekki reynt við konu Jóns Geralds en hún sjálf á einnig eftir að bera vitni og upplýsa um sinn þátt í málinu. Á morgun verður lokið við skýrslutöku yfir Jóni Geraldi. Fréttir Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Jón Ásgeir sagði að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði haft mikla óvild í garð fyrirtækisins en það hefði komið skýrt fram á fundi hans með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Umræddur fundur Hreins og Davíðs var í London skömmu áður en lögreglan hóf að rannsaka Baug. Á fundinum hafi hann hótaði því að Baugur yrði fyrir barðinu á skattinum eða öðrum. Hann sagðist ekki geta skýrt þessa óvild Davíðs í garð fyrirtækisins en hann hafi notað félagið sem blóraböggul fyrir hárri verðbólgu á þessum tíma. Lögreglurannsóknin og afleiðingar hennar hefðu neytt þá til að afskrá fyrirtækið Í dag var einnig fjallað um brot Jón Gerald Sullenberger. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Hann játaði það fyrir dómi í dag en sagðist hafa gert reikninginn að beiðni Trygga. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi nokkrum árum áður. Jón Ásgeir sagði ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið. Fréttastofan hefur jafnframt heimildir fyrir því að verjendur Jóns Ásgeirs ætli að kalla fyrir dóminn vitni sem voru um umræddu partýi sem staðfesta að hann hafi ekki reynt við konu Jóns Geralds en hún sjálf á einnig eftir að bera vitni og upplýsa um sinn þátt í málinu. Á morgun verður lokið við skýrslutöku yfir Jóni Geraldi.
Fréttir Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira