Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka 22. febrúar 2007 15:41 Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Yfirskrift fundarins var evran og landsbyggðin. Skiptar skoðanir voru um hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Edda Rós Karlsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum sagði vextina hér á landi "hræðilega háa". Viðskiptahallinn væri heimsmet hjá vestrænum ríkjum og breytingar á húsnæðismarkaði og ófyrirséð útgáfa svokallaðra jöklabréfa þýddi að flotgengisstefna og verðbólgumarkmið Seðlabankans hefðu mátt sín lítils. Hún telur þó ekki rétt að taka upp evru. Fjármálaráðherra tók undir með Eddu Rós og sagði að sjálfstæð peningastefna Íslands hafði ekki virkað sem skyldi undanfarið. Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hann teldi að evran væri góð lausn hér á landi, einkum fyrir landsbyggðina. Formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna gerði lítið úr þessu viðhorfi, gagnrýndi sérfræðinginn fyrir gaspur um þessi mál án þess að geta vísað í rannsóknir og taldi hann hafa rýrt orðspor Háskólans. Sérfræðingurinn svaraði skeytum LÍÚ fullum hálsi og sagði alveg ljóst að ofurvextir og jafnvel neikvæður hagvöxtur úti á landi færi ekki saman. Íslenska krónan væri sennilega versti gjaldmiðill sem landsbyggðin gæti kosið sér. Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Yfirskrift fundarins var evran og landsbyggðin. Skiptar skoðanir voru um hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Edda Rós Karlsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum sagði vextina hér á landi "hræðilega háa". Viðskiptahallinn væri heimsmet hjá vestrænum ríkjum og breytingar á húsnæðismarkaði og ófyrirséð útgáfa svokallaðra jöklabréfa þýddi að flotgengisstefna og verðbólgumarkmið Seðlabankans hefðu mátt sín lítils. Hún telur þó ekki rétt að taka upp evru. Fjármálaráðherra tók undir með Eddu Rós og sagði að sjálfstæð peningastefna Íslands hafði ekki virkað sem skyldi undanfarið. Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hann teldi að evran væri góð lausn hér á landi, einkum fyrir landsbyggðina. Formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna gerði lítið úr þessu viðhorfi, gagnrýndi sérfræðinginn fyrir gaspur um þessi mál án þess að geta vísað í rannsóknir og taldi hann hafa rýrt orðspor Háskólans. Sérfræðingurinn svaraði skeytum LÍÚ fullum hálsi og sagði alveg ljóst að ofurvextir og jafnvel neikvæður hagvöxtur úti á landi færi ekki saman. Íslenska krónan væri sennilega versti gjaldmiðill sem landsbyggðin gæti kosið sér.
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira