
Innlent
Samfylking samþykkir lista í Reykjavík

Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru samþykktir með lófaklappi á fulltrúaráðsfundi flokksins í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson leiða Reykjavíkurkjördæmin, hún í suðri, hann í norðri. Meðal nýrra nafna á listanum eru Ragnheiður Gröndal söngkona, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri, Sólveig Arnardóttir leikkona og Margrét Kristmannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri.