Afskipt börn 18. febrúar 2007 19:15 Stundum kveikja fjölmiðlar ekki á því hvað eru stórar fréttir. Fyrir mér er einhver stærsta frétt vikunnar að íslensk börn séu afskipt. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna um líðan barna í ríkustu löndum heims. Heilsufar barna á Íslandi er gott. Það eru auðvitað góð tíðindi. Ungbarnadauði hér er hverfandi. Reyndar er athyglisvert að hin sósíaldemókratísku velferðarríki koma miklu betur út hvað varðar líðan barna og unglinga en ríki sem fylgja frjálshyggjusinnaðra efnahagsmódeli eins og Bretland og Bandaríkin. Í Bretlandi er ástandið svo svart að jafnvel er hægt að tala um menningarlega upplausn. En þegar kemur að menntun og andlegri líðan syrtir í álinn hjá okkur. Við erum kannski ágæt við börnin okkar, en að sumu leyti erum við það hreinlega ekki. Við höfum ekki tíma fyrir þau. Kannski ekki furða þegar litið er til þess að vinnuvikan er hér 53 stundir að meðaltali, svona eins og á tíma iðnbyltingarinnar, og að báðir foreldrar þurfa að vinna úti til að standa undir kröfum samfélagsins. --- --- --- Við höfum komið okkur upp eins konar kerfi aðskilnaðarstefnu þar sem börnin eru geymd á stofnunum frá því í frumbernsku. Við getum reyndar heldur ekki beðið eftir því að skutla gamla fólkinu inn á stofnanir líka; um að gera að láta kynslóðirnar ekki umgangast hverjar aðra. Stundum finnst manni eins og það sé markmið í þessum vestræna heimi sem við lifum í að leysa fjölskylduna upp. Afleiðingar: Meira en helmingur ungmenna telur sig ekki geta rætt við foreldra sínna. Þau segjast finna til einmanakendar, eru afskipt og utangarðs. --- --- --- Hvað varðar menntun standa Íslendingar sig heldur ekki nógu vel. Við erum í meðallagi hvað varðar lestur, stærðfræðikunnáttu, vísindi og brottfall úr skólum. Í raun er furðulegt að þetta sé svona. Við erum ekki nema þrjúhundruð þúsund - moldrík þjóð - það ætti ekki að vera svo erfitt að búa hér til afburðagott skólakerfi. Við þurfum bara að aga okkur svolítið - og tíma því. Skólar eiga ekki að vera geymslustaðir. Kennarar eiga ekki bara að krefjast hærri launa, heldur líka þess að menntun barnanna verði betri. Þá eykst virðingin fyrir starfi þeirra. --- --- --- En vellíðan barnanna skiptir mestu máli. Einu sinni las ég skrítna bók sem hét Kindergarten is too Late. Í bókinni stóð að ef maður vill gera barnið sitt að snillingi væri of seint í rassinn gripið þegar komið er í meðalmennsku leikskólanna. En auðvitað er þetta byggt á gríðarlegum misskilningi. Það er ekki nokkur ástæða til að flengjast með börn milli íþróttaæfinga, spilatíma og ballettkennslu. Tíminn hjá börnum líður öðruvísi en hjá fullorðna fólkinu. Lengi framan af ævinni þroskast þau mest í gegnum leiki, samskipti við vini sína og foreldra. Þau þurfa að hafa ró og næði, tíma til að vera þau sjálf. Börnin eru heldur ekki gripir til að monta sig af. --- --- --- Aðalmálið er að tala við börnin. Umgangast þau sem vitsmunaverur. Sýna þeim virðingu og sanngirni. Gefa þeim tíma. Láta þau ekki alast upp í tvívíðum heimi sem einkennist af alltof miklum hraða, draslmat, tölvuleikjum, sjónvarpsglápi og neysluhyggju. Ég sagði að þetta væri kannski stærsta frétt vikunnar. Hún er það. Og kannski ætti þetta líka að vera eitt aðalmálið í pólitíkinni hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Stundum kveikja fjölmiðlar ekki á því hvað eru stórar fréttir. Fyrir mér er einhver stærsta frétt vikunnar að íslensk börn séu afskipt. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna um líðan barna í ríkustu löndum heims. Heilsufar barna á Íslandi er gott. Það eru auðvitað góð tíðindi. Ungbarnadauði hér er hverfandi. Reyndar er athyglisvert að hin sósíaldemókratísku velferðarríki koma miklu betur út hvað varðar líðan barna og unglinga en ríki sem fylgja frjálshyggjusinnaðra efnahagsmódeli eins og Bretland og Bandaríkin. Í Bretlandi er ástandið svo svart að jafnvel er hægt að tala um menningarlega upplausn. En þegar kemur að menntun og andlegri líðan syrtir í álinn hjá okkur. Við erum kannski ágæt við börnin okkar, en að sumu leyti erum við það hreinlega ekki. Við höfum ekki tíma fyrir þau. Kannski ekki furða þegar litið er til þess að vinnuvikan er hér 53 stundir að meðaltali, svona eins og á tíma iðnbyltingarinnar, og að báðir foreldrar þurfa að vinna úti til að standa undir kröfum samfélagsins. --- --- --- Við höfum komið okkur upp eins konar kerfi aðskilnaðarstefnu þar sem börnin eru geymd á stofnunum frá því í frumbernsku. Við getum reyndar heldur ekki beðið eftir því að skutla gamla fólkinu inn á stofnanir líka; um að gera að láta kynslóðirnar ekki umgangast hverjar aðra. Stundum finnst manni eins og það sé markmið í þessum vestræna heimi sem við lifum í að leysa fjölskylduna upp. Afleiðingar: Meira en helmingur ungmenna telur sig ekki geta rætt við foreldra sínna. Þau segjast finna til einmanakendar, eru afskipt og utangarðs. --- --- --- Hvað varðar menntun standa Íslendingar sig heldur ekki nógu vel. Við erum í meðallagi hvað varðar lestur, stærðfræðikunnáttu, vísindi og brottfall úr skólum. Í raun er furðulegt að þetta sé svona. Við erum ekki nema þrjúhundruð þúsund - moldrík þjóð - það ætti ekki að vera svo erfitt að búa hér til afburðagott skólakerfi. Við þurfum bara að aga okkur svolítið - og tíma því. Skólar eiga ekki að vera geymslustaðir. Kennarar eiga ekki bara að krefjast hærri launa, heldur líka þess að menntun barnanna verði betri. Þá eykst virðingin fyrir starfi þeirra. --- --- --- En vellíðan barnanna skiptir mestu máli. Einu sinni las ég skrítna bók sem hét Kindergarten is too Late. Í bókinni stóð að ef maður vill gera barnið sitt að snillingi væri of seint í rassinn gripið þegar komið er í meðalmennsku leikskólanna. En auðvitað er þetta byggt á gríðarlegum misskilningi. Það er ekki nokkur ástæða til að flengjast með börn milli íþróttaæfinga, spilatíma og ballettkennslu. Tíminn hjá börnum líður öðruvísi en hjá fullorðna fólkinu. Lengi framan af ævinni þroskast þau mest í gegnum leiki, samskipti við vini sína og foreldra. Þau þurfa að hafa ró og næði, tíma til að vera þau sjálf. Börnin eru heldur ekki gripir til að monta sig af. --- --- --- Aðalmálið er að tala við börnin. Umgangast þau sem vitsmunaverur. Sýna þeim virðingu og sanngirni. Gefa þeim tíma. Láta þau ekki alast upp í tvívíðum heimi sem einkennist af alltof miklum hraða, draslmat, tölvuleikjum, sjónvarpsglápi og neysluhyggju. Ég sagði að þetta væri kannski stærsta frétt vikunnar. Hún er það. Og kannski ætti þetta líka að vera eitt aðalmálið í pólitíkinni hér.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun