Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína 16. febrúar 2007 19:30 Ruud van Nistelrooy hefur staðið sig ágætlega með Real Madrid í vetur. MYND/Getty Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira