Nokkrir leikir voru á dagskrá í UEFA bikarnum í kvöld. Bremen vann sannfærandi 3-0 sigur á Ajax á heimavelli, AZ Alkmaar þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli við Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa komist í 3-1, þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði 90 mínútur fyrir AZ.
Rangers tapaði fyrsta leik sínum undir stjórn Walter Smith þegar liðið lá 2-1 fyrir Hapoel Tel Aviv. Þetta voru fyrri leikir liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar.
Úrslit kvöldsins:
BORDEAUX-OSASUNA 0-0
CSKA MOSKVA-M.HAIFA 0-0
S.DONETSK-NANCY 1-1
LEVERKUS-BLACKBURN 3-2
FENERBACHE-AZ ALKM 3-3
HAPOEL T.A.-RANGERS 2-1
W.BREMEN-AJAX 3-0
LIVORNO-ESPANYOL 1-2
AEK ATHENS-PARÍS SG 0-2
BENFICA-D.BÚKAREST 1-0