Metverðbólga í Zimbabve 13. febrúar 2007 07:00 Robert Mugabe, forseti Zimbabve. Mynd/Reuters Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið bendir á að ástandið í efnahagsmálum sé ekki gott í Zimbabve. Atvinnuleysi mælist um 80 prósent. Skortur á matvælum og eldsneyti er viðvarandi auk þess sem verð á læknisþjónustu, samgönguþáttum og annarri vöru hefur snarhækkað. Til að bæta gráu ofan á svart hafa læknar og hjúkrunarkonur landsins verið í allsherjarverkfalli í um mánuð. Fyrir skömmu bættust háskólakennarar í hópinn. Stjórnarandstæðingar kenna Robert Mugabe, forseta landsins, um ástandið. Mugabe, sem fyrir nokkrum árum tók jarðir hvítra bænda eignarnámi, segir hins vegar að stjórnvöldum á Vesturlöndum sé um að kenna en þau hafi lagt efnahag landsins í rúst í mótmælaskyni við að hvítir bændur voru reknir af jörðum sínum í Zimbabve. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið bendir á að ástandið í efnahagsmálum sé ekki gott í Zimbabve. Atvinnuleysi mælist um 80 prósent. Skortur á matvælum og eldsneyti er viðvarandi auk þess sem verð á læknisþjónustu, samgönguþáttum og annarri vöru hefur snarhækkað. Til að bæta gráu ofan á svart hafa læknar og hjúkrunarkonur landsins verið í allsherjarverkfalli í um mánuð. Fyrir skömmu bættust háskólakennarar í hópinn. Stjórnarandstæðingar kenna Robert Mugabe, forseta landsins, um ástandið. Mugabe, sem fyrir nokkrum árum tók jarðir hvítra bænda eignarnámi, segir hins vegar að stjórnvöldum á Vesturlöndum sé um að kenna en þau hafi lagt efnahag landsins í rúst í mótmælaskyni við að hvítir bændur voru reknir af jörðum sínum í Zimbabve.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira