Þjóðarsátt um nýtingu og verndun náttúru 12. febrúar 2007 18:30 Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. Ráðherrarnir kynntu tvö frumvörp á blaðamannafundi í morgun. Annað er um meginreglur umhverfisréttar sem eru að stofni til úr alþjóðasamþykktum. Hitt er breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, það er víkkað út svo það taki líka til nýtingar á vatnsafli og jarðvarma sem menn hafa deilt hatrammlega um síðustu árin. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að landeigandi ræður því alfarið sjálfur við hvern hann semur um rannsóknir og nýtingu. Þá verður meginreglan sú að skylt verði að taka gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu í þjóðlendum og landi í ríkiseigu. Samkvæmt frumvarpinu verða tveir starfshópar með fulltrúum allra þingflokka, náttúruverndarsamtaka og hagsmunaaðila. Annar hópurinn á að móta verndaráætlun en hinn nýtingaráætlun. Báðir eiga hóparnir að skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Þá tekur þriðji hópurinn við sem samræmir þessar áætlanir í eitt frumvarp sem verður lagt fram á haustþingi 2010. "Með þessu er mótuð leið til þjóðarsáttar, um þetta mikla mál," segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, "og það út af fyrir sig markar algjör tímamót." Umhverfisráðherra segir frumvarpið farveg þjóðarsáttar í þessu viðkvæma deilumáli. Verndaráætlunin eigi að hafa sama vægi og nýtingaráætlunin. "Í verndaráætluninni á að slá því föstu hvaða auðlindir það eru sem ekki verða nýttar og taka þær frá," segir Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra. Þar til þessi framtíðarsýn næst fram eru þrjú ár og á þeim tíma verður aðeins heimilt að rannsaka og nýta virkjunarkosti sem samkvæmt rammáætlun eru taldir hafa lítil umhverfisáhrif - og ef ekki, þá þurfi samþykki alþingis. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist ekki sjá sáttina í þessu frumvarpi. Þarna sé verið að gefa leyfi til að virkja fyrir stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík og á Húsavík. "Það er fyrst eftir að öllum virkjanaframkvæmdum sem eru núna nauðsynlegar fyrir þessi álver, ef af þeim verður, fyrst þá á að fara að ræða sættir. Þetta held ég að almenningur kaupi ekki," segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Fyrir mér er þetta blekking. Ég sé ekki að það sé verið að tala um þetta í einlægni eða fullri alvöru, heldur fyrst og fremst verið að reyna að setja fram rétt fyrir kosningar áætlun sem á að slá ryki í augu almennings." Fréttir Innlent Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira
Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. Ráðherrarnir kynntu tvö frumvörp á blaðamannafundi í morgun. Annað er um meginreglur umhverfisréttar sem eru að stofni til úr alþjóðasamþykktum. Hitt er breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, það er víkkað út svo það taki líka til nýtingar á vatnsafli og jarðvarma sem menn hafa deilt hatrammlega um síðustu árin. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að landeigandi ræður því alfarið sjálfur við hvern hann semur um rannsóknir og nýtingu. Þá verður meginreglan sú að skylt verði að taka gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu í þjóðlendum og landi í ríkiseigu. Samkvæmt frumvarpinu verða tveir starfshópar með fulltrúum allra þingflokka, náttúruverndarsamtaka og hagsmunaaðila. Annar hópurinn á að móta verndaráætlun en hinn nýtingaráætlun. Báðir eiga hóparnir að skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Þá tekur þriðji hópurinn við sem samræmir þessar áætlanir í eitt frumvarp sem verður lagt fram á haustþingi 2010. "Með þessu er mótuð leið til þjóðarsáttar, um þetta mikla mál," segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, "og það út af fyrir sig markar algjör tímamót." Umhverfisráðherra segir frumvarpið farveg þjóðarsáttar í þessu viðkvæma deilumáli. Verndaráætlunin eigi að hafa sama vægi og nýtingaráætlunin. "Í verndaráætluninni á að slá því föstu hvaða auðlindir það eru sem ekki verða nýttar og taka þær frá," segir Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra. Þar til þessi framtíðarsýn næst fram eru þrjú ár og á þeim tíma verður aðeins heimilt að rannsaka og nýta virkjunarkosti sem samkvæmt rammáætlun eru taldir hafa lítil umhverfisáhrif - og ef ekki, þá þurfi samþykki alþingis. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist ekki sjá sáttina í þessu frumvarpi. Þarna sé verið að gefa leyfi til að virkja fyrir stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík og á Húsavík. "Það er fyrst eftir að öllum virkjanaframkvæmdum sem eru núna nauðsynlegar fyrir þessi álver, ef af þeim verður, fyrst þá á að fara að ræða sættir. Þetta held ég að almenningur kaupi ekki," segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Fyrir mér er þetta blekking. Ég sé ekki að það sé verið að tala um þetta í einlægni eða fullri alvöru, heldur fyrst og fremst verið að reyna að setja fram rétt fyrir kosningar áætlun sem á að slá ryki í augu almennings."
Fréttir Innlent Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira