Sakaður um ólöglega lántöku 12. febrúar 2007 18:30 Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli. Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli.
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira