Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þrettán karlmenn og tvær konur. Sjö ökumenn voru sviptir ökuleyfi á staðnum.
Í fjórum tilfellum var fólk flutt á slysadeild eftir umferðaróhöpp, en 49 óhöpp voru tilkynnt um helgina. Í níu tilfellum var um afstungu að ræða.