Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu 9. febrúar 2007 09:15 Við bensíndælu í Kína. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Hráolíuverð hefur daðrað við 60 dala markið síðustu vikuna eftir að kólna tók í Bandaríkjunum. Verðið fór hins vegar niður fyrir 50 dalina skömmu eftir áramótin vegna hlýinda vestanhafs en það dró úr eftirspurninni. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist óbreytt í Bandaríkjunum í um viku til viðbótar og telja greinendur að hráolíuverðið haldist hátt á sama tíma. Þá harðnaði í deilu Bandaríkjamanna og Írana eftir að Ayatollah Khamenei, æðsti klerkur Írana, hótaði því að svara í sömu mynt ef Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið til að stöðva kjarnorkutilraunir Írana. Hráolíuverðið hækkaði vegna þessa um hálfan dal og fór í 60,21 dal á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu. Verðið stóð í 59,71 dal á tunnu í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Hráolíuverð hefur daðrað við 60 dala markið síðustu vikuna eftir að kólna tók í Bandaríkjunum. Verðið fór hins vegar niður fyrir 50 dalina skömmu eftir áramótin vegna hlýinda vestanhafs en það dró úr eftirspurninni. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist óbreytt í Bandaríkjunum í um viku til viðbótar og telja greinendur að hráolíuverðið haldist hátt á sama tíma. Þá harðnaði í deilu Bandaríkjamanna og Írana eftir að Ayatollah Khamenei, æðsti klerkur Írana, hótaði því að svara í sömu mynt ef Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið til að stöðva kjarnorkutilraunir Írana. Hráolíuverðið hækkaði vegna þessa um hálfan dal og fór í 60,21 dal á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu. Verðið stóð í 59,71 dal á tunnu í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira