Vinstrimenn fá á kjaftinn, áfengi í matvörubúðum, hátæknispítalinn 2. febrúar 2007 17:51 Um fátt er meira deilt í Bretlandi þessa dagana en nýútkomna bók blaðamannsins Nick Cohen. Bókin nefnist What´s Left og fjallar um vinstrimenn. Umdeildasta kenning Cohens er sú að vinstri hreyfingin hafi misst æruna í tengslum við Íraksstríðið, 11/9 og stríðið á Balkanskaga. Hún hafi blindast af slíku hatri á Bandaríkjunum að hún hafi farið að taka málstað harðstjóra sem má telja fasista. Síðan hafi hún myndað mjög sérkennilegt bandalag með íslömskum öfgamönnum sem standi fyrir allt sem vinstrimenn eitt sinn börðust á móti. Kvenfyrirlitningu, óumburðarlyndi, forneskju. Sósíalisminn sé í rauninni dauður, varla tóri neitt af honum nema ameríkuhatrið. Það hafi verið skrítið að sjá vinstrimenn út um alla Evrópu í fjöldagöngum til að verja fasistann Saddam Hussein. Og fagna því síðan í raun og veru hversu uppbyggingin í Írak gengur illa. Geta ekki einu sinni tekið málstað fólksins sem þar býr. Vinstri hreyfingin sé þannig meira eða minna undirlögð af vitsmunalegum óheiðarleika. Deilurnar hafa verið ákafar og margir hafa fundið snögga bletti á röksemdafærslu Cohens. Fyrst og fremst auðvitað hversu misráðið stríðið í Írak hafi verið, að það hafi leitt hörmungar yfir íröksku þjóðina og verið háð á upplognum forsendum. Þetta má vel taka til greina, en það breytir því ekki að ýmislegt er til í gagnrýni Cohens. Hann bendir líka á hversu fráleit sú hugmynd er - og andstæð vinstristefnu - að ekki megi ráðast inn í ríki til að steypa harðstjórum eða koma í veg fyrir ódæðisverk þeirra. Af þessum toga er andstaða vinstrimanna við árásir á Serbíu þegar níðingurinn Slobodan Milosevic var enn kominn á kreik og rak albanska íbúa Kosovo á vergang. Hefði alþjóðasamfélagið betur látið fyrr til skarar skríða gegn því fóli. --- --- --- Fyrst er maður ungur og rótttækur, svo verður maður gamall og íhaldssamur. Manni finnst óskaplega gaman að drekka áfengi, en svo er maður sem betur fer ekki jafn sólginn í það. Þess vegna verð ég að viðurkenna að mér er hjartanlega sama hvort farið verður að selja áfengi í matvöruverslunum. Íslendingar kunna ekki að fara með vín og það mun ekkert breytast. Engin teikn eru á lofti um að vínmenningin hérna sé að verða sívílíseraðri. Þvert á móti tröllríður fíkniefnaneysla líka næturlífinu - ofan á áfengið. Það var dálítið kjaftshögg fyrir okkur þegar nýleg úttekt ráðgjafafyrirtækisins Anholt leiddi í ljós að Reykjavík var í fertugasta og fimmta sæti yfir áhugaverðar borgir, næst á eftir Seoul í Kóreu og rétt fyrir ofan Lagos í Nígeríu. Ástæðan er meðal annars sögð vera lélegt skemmtanalíf. Það skyldi þó aldrei vera að það sé ekki jafn frábært og við teljum okkur trú um. --- --- --- Húrra fyrir Einari Oddi Kristjánssyni! Hann vill fresta spítalabyggingunum við Hringbraut, svokölluðu hátæknisjúkrahúsi. Á það hefur margsinnis verið bent hversu óheppilegur þessi staður sé fyrir svo miklar byggingar. Um þetta hefur í raun aldrei fengist nein umræða. Þetta var bara ákveðið af einhverjum býrókrötum, stjórnmálamenn virðast ekki hafa neinar skoðanir á málinu. Alþingi hefur alveg látið vera að fjalla um þetta. Samt er þarna verið að ráðstafa hundrað milljörðum - fyrir utan að það er stórpólitískt mál hvernig að þessu er staðið, snýst um allt skipulag heilbrigðisþjónustunnar. Virðist þó miðstýringin vera orðin ærin í kerfinu. Einar Oddur vill frekar setja peningana í vegaframkvæmdir. Það er allt í lagi mín vegna. Skynsamlegast væri að leysa vanda Landspítalans í bili með því að fá pláss í gömlu Heilsuverndarstöðinni. Svo má hefjast handa við að byggja spítalaturn í Fossvogi, en það virðist vera bæði ódýrari og skynsamlegri lausn en að byggja ferlíkið við Hringbrautina sem mun teygja sig yfir mjög stórt svæði vegna þess að ekki má byggja upp í loftið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Um fátt er meira deilt í Bretlandi þessa dagana en nýútkomna bók blaðamannsins Nick Cohen. Bókin nefnist What´s Left og fjallar um vinstrimenn. Umdeildasta kenning Cohens er sú að vinstri hreyfingin hafi misst æruna í tengslum við Íraksstríðið, 11/9 og stríðið á Balkanskaga. Hún hafi blindast af slíku hatri á Bandaríkjunum að hún hafi farið að taka málstað harðstjóra sem má telja fasista. Síðan hafi hún myndað mjög sérkennilegt bandalag með íslömskum öfgamönnum sem standi fyrir allt sem vinstrimenn eitt sinn börðust á móti. Kvenfyrirlitningu, óumburðarlyndi, forneskju. Sósíalisminn sé í rauninni dauður, varla tóri neitt af honum nema ameríkuhatrið. Það hafi verið skrítið að sjá vinstrimenn út um alla Evrópu í fjöldagöngum til að verja fasistann Saddam Hussein. Og fagna því síðan í raun og veru hversu uppbyggingin í Írak gengur illa. Geta ekki einu sinni tekið málstað fólksins sem þar býr. Vinstri hreyfingin sé þannig meira eða minna undirlögð af vitsmunalegum óheiðarleika. Deilurnar hafa verið ákafar og margir hafa fundið snögga bletti á röksemdafærslu Cohens. Fyrst og fremst auðvitað hversu misráðið stríðið í Írak hafi verið, að það hafi leitt hörmungar yfir íröksku þjóðina og verið háð á upplognum forsendum. Þetta má vel taka til greina, en það breytir því ekki að ýmislegt er til í gagnrýni Cohens. Hann bendir líka á hversu fráleit sú hugmynd er - og andstæð vinstristefnu - að ekki megi ráðast inn í ríki til að steypa harðstjórum eða koma í veg fyrir ódæðisverk þeirra. Af þessum toga er andstaða vinstrimanna við árásir á Serbíu þegar níðingurinn Slobodan Milosevic var enn kominn á kreik og rak albanska íbúa Kosovo á vergang. Hefði alþjóðasamfélagið betur látið fyrr til skarar skríða gegn því fóli. --- --- --- Fyrst er maður ungur og rótttækur, svo verður maður gamall og íhaldssamur. Manni finnst óskaplega gaman að drekka áfengi, en svo er maður sem betur fer ekki jafn sólginn í það. Þess vegna verð ég að viðurkenna að mér er hjartanlega sama hvort farið verður að selja áfengi í matvöruverslunum. Íslendingar kunna ekki að fara með vín og það mun ekkert breytast. Engin teikn eru á lofti um að vínmenningin hérna sé að verða sívílíseraðri. Þvert á móti tröllríður fíkniefnaneysla líka næturlífinu - ofan á áfengið. Það var dálítið kjaftshögg fyrir okkur þegar nýleg úttekt ráðgjafafyrirtækisins Anholt leiddi í ljós að Reykjavík var í fertugasta og fimmta sæti yfir áhugaverðar borgir, næst á eftir Seoul í Kóreu og rétt fyrir ofan Lagos í Nígeríu. Ástæðan er meðal annars sögð vera lélegt skemmtanalíf. Það skyldi þó aldrei vera að það sé ekki jafn frábært og við teljum okkur trú um. --- --- --- Húrra fyrir Einari Oddi Kristjánssyni! Hann vill fresta spítalabyggingunum við Hringbraut, svokölluðu hátæknisjúkrahúsi. Á það hefur margsinnis verið bent hversu óheppilegur þessi staður sé fyrir svo miklar byggingar. Um þetta hefur í raun aldrei fengist nein umræða. Þetta var bara ákveðið af einhverjum býrókrötum, stjórnmálamenn virðast ekki hafa neinar skoðanir á málinu. Alþingi hefur alveg látið vera að fjalla um þetta. Samt er þarna verið að ráðstafa hundrað milljörðum - fyrir utan að það er stórpólitískt mál hvernig að þessu er staðið, snýst um allt skipulag heilbrigðisþjónustunnar. Virðist þó miðstýringin vera orðin ærin í kerfinu. Einar Oddur vill frekar setja peningana í vegaframkvæmdir. Það er allt í lagi mín vegna. Skynsamlegast væri að leysa vanda Landspítalans í bili með því að fá pláss í gömlu Heilsuverndarstöðinni. Svo má hefjast handa við að byggja spítalaturn í Fossvogi, en það virðist vera bæði ódýrari og skynsamlegri lausn en að byggja ferlíkið við Hringbrautina sem mun teygja sig yfir mjög stórt svæði vegna þess að ekki má byggja upp í loftið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun