Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið 28. janúar 2007 12:15 Eiður Smári hefur mátt þola að vera á eftir Javier Saviola í goggunarröðinni hjá Barcelona upp á síðkastið. MYND/Getty Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira