Phoenix burstaði Washington 24. janúar 2007 12:10 Steve Nash hefur aldrei leikið betur hjá Phoenix og mikið má vera ef hann verður ekki valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar þriðja árið í röð NordicPhotos/GettyImages Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95. Phoenix beið ekki boðanna gegn Washington og vann fyrsta leikhlutann 41-20 og leit aldrei til baka eftir það. Washington var einmitt síðasta liðið sem náði að leggja Phoenix, en þá hafði liðið verið fast í snjóstormi í Colorado og mætti ekki fyrr en tveimur tímum fyrir leik. Steve Nash fór hamförum hjá Phoenix og skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar og hitti úr 11 af 13 skotum sínum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington en datt ekki í gírinn fyrr en úrslit leiksins voru nánast ráðin. Washington hafði unnið tíu leiki í röð á heimavelli. Dallas er sömuleiðis á mikilli siglingu eins og raunar í allan vetur og Dirk Nowitzki fór á kostum í sigrinum á Orlando með 33 stigum, 10 fráköstum og 8 stoðsendingum. Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Denver vann annan leikinn í röð eftir að Carmelo Anthony sneri aftur úr leikbanni þegar það skellti Seattle 117-112. Anthony skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst en Ray Allen skoraði 44 stig fyrir Seattle. Philadelphia vann sjaldgæfan sigur á liði New Orleans 102-96. Kyle Korver skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Devin Brown 24 fyrir New Orleans. Chicago lagði Atlanta 94-86. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago en Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. Loks vann LA Clippers auðveldan sigur á meiðslum hrjáðu liði Milwaukee 115-96. Elton Brand skoraði 25 stig fyrir Clippers en Charlie Bell 24 fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni: ATLANTIC 1. NJN 20-21 2. TOR 20-22 3. NYK 18-25 4. BOS 12-28 5. PHI 12-30 SOUTHWEST 1. DAL 35-8 2. SAS 30-13 3. HOU 25-16 4. NOR 16-24 5. MEM 10-32 CENTRAL 1. DET 23-16 2. CLE 24-17 3. CHI 24-19 4. IND 21-20 5. MIL 17-24 NORTHWEST 1. UTH 28-14 2. DEN 22-17 3. MIN 20-20 4. POR 17-25 5. SEA 16-26 SOUTHEAST 1. WAS 24-17 2. ORL 23-20 3. MIA 19-22 4. CHA 14-26 5. ATL 13-26 PACIFIC 1. PHO 33-8 2. LAL 27-15 3. LAC 20-21 4. GSW 19-23 5. SAC 16-23 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95. Phoenix beið ekki boðanna gegn Washington og vann fyrsta leikhlutann 41-20 og leit aldrei til baka eftir það. Washington var einmitt síðasta liðið sem náði að leggja Phoenix, en þá hafði liðið verið fast í snjóstormi í Colorado og mætti ekki fyrr en tveimur tímum fyrir leik. Steve Nash fór hamförum hjá Phoenix og skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar og hitti úr 11 af 13 skotum sínum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington en datt ekki í gírinn fyrr en úrslit leiksins voru nánast ráðin. Washington hafði unnið tíu leiki í röð á heimavelli. Dallas er sömuleiðis á mikilli siglingu eins og raunar í allan vetur og Dirk Nowitzki fór á kostum í sigrinum á Orlando með 33 stigum, 10 fráköstum og 8 stoðsendingum. Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Denver vann annan leikinn í röð eftir að Carmelo Anthony sneri aftur úr leikbanni þegar það skellti Seattle 117-112. Anthony skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst en Ray Allen skoraði 44 stig fyrir Seattle. Philadelphia vann sjaldgæfan sigur á liði New Orleans 102-96. Kyle Korver skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Devin Brown 24 fyrir New Orleans. Chicago lagði Atlanta 94-86. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago en Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. Loks vann LA Clippers auðveldan sigur á meiðslum hrjáðu liði Milwaukee 115-96. Elton Brand skoraði 25 stig fyrir Clippers en Charlie Bell 24 fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni: ATLANTIC 1. NJN 20-21 2. TOR 20-22 3. NYK 18-25 4. BOS 12-28 5. PHI 12-30 SOUTHWEST 1. DAL 35-8 2. SAS 30-13 3. HOU 25-16 4. NOR 16-24 5. MEM 10-32 CENTRAL 1. DET 23-16 2. CLE 24-17 3. CHI 24-19 4. IND 21-20 5. MIL 17-24 NORTHWEST 1. UTH 28-14 2. DEN 22-17 3. MIN 20-20 4. POR 17-25 5. SEA 16-26 SOUTHEAST 1. WAS 24-17 2. ORL 23-20 3. MIA 19-22 4. CHA 14-26 5. ATL 13-26 PACIFIC 1. PHO 33-8 2. LAL 27-15 3. LAC 20-21 4. GSW 19-23 5. SAC 16-23
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira