Beckham til Ameríku, ný viðreisn, hart í búi hjá smáfuglunum 15. janúar 2007 17:23 Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hæstlaunaði fótboltamaður í heimi er ekki einu sinni meðal hundrað bestu leikmannanna, hefur líklega aldrei verið það. Þess vegna er ekki hægt að líkja för Beckhams til Ameríku við það þegar Pele fór til New York Cosmos. Pele var sannarlega bestur á sínum tíma. Nei, þetta er umbúðasamfélagið, afskaplega póstmódernískt; það skiptir ekki máli hvað maður getur, bara að trana sér nóg fram. Vera frægur fyrir að vera frægur. Markaðssetningin á Beckham hefur verið svo hárnákvæm að hann er fyrir löngu hættur að tala um football - segir bara soccer eins og þeir gera fyrir vestan. Annars segja nýjustu fréttir að búið sé að setja lög í Bretlandi þar sem bannað er að gefa út tímarit án þess að Posh og Becks séu á forsíðu - sérstaklega á þetta við um ritin Hello og OK. --- --- --- Morgunblaðið hefur löngum talið það vera í verkahring sínum að mynda ríkisstjórnir. Í eina tíð var sagt að þær væru myndaðar á skrifstofum ritstjóra Moggans - kannski var það svoleiðis á tíma Geirs Hallgrímssonar sem var trúnaðarvinur moggaritstjóranna. Morgunblaðið hefur um nokkra hríð haft áhuga á að koma saman Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. Það er kallað "sögulegar sættir" - sem er þó tæplega rétt orðalag tíma þegar Múrinn er löngu fallinn og bandaríski herinn er horfinn úr landi. Samt er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn sem er yst til vinstri í íslenskum stjórnmálum hafa ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpun á árunum 1944 til 1947 - ef undanskilin er hin undarlega stjórn sem Gunnar Thoroddssen myndaði 1980. En nú virðist Mogginn hafa misst áhugann á þessu stjórnarmynstri. Samfylkingin er komin fram á sjónarsviðið sem líklegur partner fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Úr svona fremur varlegu orðalagi Ingibjargar Sólrúnar í viðtali við blaðið, já lítilli fjöður, gerir Mogginn heilt hænsnabú - samkvæmt blaðinu er eiginlega búið að ákveða að mynda nýja viðreisn. Það er kannski ekki verri hugmynd en hver önnur. Ég er löngu búinn að spá því að þetta verði lendingin eftir kosningarnar í vor, en þó ekki fyrr en að loknu nokkuð langvinnu stjórnarmyndunarþrefi milli annarra flokka. Samfylkingin getur ekki hlaupið beint upp í sængina hjá Sjálfstæðisflokknum. En Björn Bjarna er ekki hrifinn - það er engu logið um hvað hann og Sólrún eru litlir vinir. Við getum jafnvel talað um ofnæmi í því sambandi. --- --- --- Nú á snjóavetri sér maður aftur í blöðunum gamla góða orðalagið "hart í búi hjá smáfuglunum". Ég man reyndar að Guðni Guðmundsson rektor notaði þetta stundum um nemendur sem mættu einhverju mótlæti í skóla. Guðni var með skemmtilegustu mönnum. Í fyrra vorum við Kári stundum að reyna að gefa fuglum korn en þeir litu ekki við því. Við ættum kannski að reyna aftur núna. Annars fellur ýmislegt til í bænum, ekki síst á helgum. Í gær sá ég krumma kroppa niður í Lækjargötu, ekki höfuð af hrúti, heldur gamalt pylsubrauð. Svo eru ekki nema nokkur ár síðan ég var að ganga niður Skálholtsstíginn og heil sómasamloka kom dettandi niður úr loftinu, straukst við hausinn á mér. Ég horfði upp, sá ekki neitt - en það hlýtur að hafa verið mávur sem missti brauðmetið, nema þeir borði rækjusamlokur á himnum. Í þetta sinn ætla ég að stilla mig um að segja söguna af því þegar mávurinn skeit í pítsuna hjá mér á Akursbryggju í Osló. Pítsan var reyndar með dósasveppum svo það meikaði ekki svo mikinn diff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hæstlaunaði fótboltamaður í heimi er ekki einu sinni meðal hundrað bestu leikmannanna, hefur líklega aldrei verið það. Þess vegna er ekki hægt að líkja för Beckhams til Ameríku við það þegar Pele fór til New York Cosmos. Pele var sannarlega bestur á sínum tíma. Nei, þetta er umbúðasamfélagið, afskaplega póstmódernískt; það skiptir ekki máli hvað maður getur, bara að trana sér nóg fram. Vera frægur fyrir að vera frægur. Markaðssetningin á Beckham hefur verið svo hárnákvæm að hann er fyrir löngu hættur að tala um football - segir bara soccer eins og þeir gera fyrir vestan. Annars segja nýjustu fréttir að búið sé að setja lög í Bretlandi þar sem bannað er að gefa út tímarit án þess að Posh og Becks séu á forsíðu - sérstaklega á þetta við um ritin Hello og OK. --- --- --- Morgunblaðið hefur löngum talið það vera í verkahring sínum að mynda ríkisstjórnir. Í eina tíð var sagt að þær væru myndaðar á skrifstofum ritstjóra Moggans - kannski var það svoleiðis á tíma Geirs Hallgrímssonar sem var trúnaðarvinur moggaritstjóranna. Morgunblaðið hefur um nokkra hríð haft áhuga á að koma saman Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. Það er kallað "sögulegar sættir" - sem er þó tæplega rétt orðalag tíma þegar Múrinn er löngu fallinn og bandaríski herinn er horfinn úr landi. Samt er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn sem er yst til vinstri í íslenskum stjórnmálum hafa ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpun á árunum 1944 til 1947 - ef undanskilin er hin undarlega stjórn sem Gunnar Thoroddssen myndaði 1980. En nú virðist Mogginn hafa misst áhugann á þessu stjórnarmynstri. Samfylkingin er komin fram á sjónarsviðið sem líklegur partner fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Úr svona fremur varlegu orðalagi Ingibjargar Sólrúnar í viðtali við blaðið, já lítilli fjöður, gerir Mogginn heilt hænsnabú - samkvæmt blaðinu er eiginlega búið að ákveða að mynda nýja viðreisn. Það er kannski ekki verri hugmynd en hver önnur. Ég er löngu búinn að spá því að þetta verði lendingin eftir kosningarnar í vor, en þó ekki fyrr en að loknu nokkuð langvinnu stjórnarmyndunarþrefi milli annarra flokka. Samfylkingin getur ekki hlaupið beint upp í sængina hjá Sjálfstæðisflokknum. En Björn Bjarna er ekki hrifinn - það er engu logið um hvað hann og Sólrún eru litlir vinir. Við getum jafnvel talað um ofnæmi í því sambandi. --- --- --- Nú á snjóavetri sér maður aftur í blöðunum gamla góða orðalagið "hart í búi hjá smáfuglunum". Ég man reyndar að Guðni Guðmundsson rektor notaði þetta stundum um nemendur sem mættu einhverju mótlæti í skóla. Guðni var með skemmtilegustu mönnum. Í fyrra vorum við Kári stundum að reyna að gefa fuglum korn en þeir litu ekki við því. Við ættum kannski að reyna aftur núna. Annars fellur ýmislegt til í bænum, ekki síst á helgum. Í gær sá ég krumma kroppa niður í Lækjargötu, ekki höfuð af hrúti, heldur gamalt pylsubrauð. Svo eru ekki nema nokkur ár síðan ég var að ganga niður Skálholtsstíginn og heil sómasamloka kom dettandi niður úr loftinu, straukst við hausinn á mér. Ég horfði upp, sá ekki neitt - en það hlýtur að hafa verið mávur sem missti brauðmetið, nema þeir borði rækjusamlokur á himnum. Í þetta sinn ætla ég að stilla mig um að segja söguna af því þegar mávurinn skeit í pítsuna hjá mér á Akursbryggju í Osló. Pítsan var reyndar með dósasveppum svo það meikaði ekki svo mikinn diff.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun