Evran og hagstjórn II 14. janúar 2007 06:00 Í kennslubók sem ber heitið „Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar. Saga fyrir unglingastig grunnskóla" og var gefin út af Námsgagnastofnun árið 2000, birtist eftirfarandi setning á blaðsíðu 45: „Meirihluti Íslendinga virðist á því að það yrði til mikilla hagsbóta að ganga í Evrópusambandið, en stjórnvöld eru ósammála því." Blessuð börnin hljóta að spyrja sig að því til hvers að losa sig við danskan kóng ef í staðinn kom stjórnvald sem í einhverjum saman súrruðum andstyggilegheitum neitar að fara að vilja þjóðarinnar í jafn mikilvægu máli. Ég ætla höfundi bókarinnar reyndar ekki annað en það að hafa gripið einhverja skoðanakönnun sem þann daginn sýndi meirihlutafylgi við ESB aðild Íslands og ályktað nokkuð djarflega um málið. En þetta litla dæmi er lærdómsríkt. Allir vita að fylgi við ESB aðild hefur sveiflast fram og til baka og erfitt að fullyrða um þjóðarvilja í því máli. Stundum eru fylgjendur aðildar að ESB í meirihluta og stundum ekki. Það getur því verið varhugavert að draga of víðtækar ályktanir út frá stöðu mála á einhverjum tilteknum tímapunkti. Þetta á við um skoðanakannanir, en alveg sérstaklega á þetta við um þá spurningu hvort okkur hentar að taka upp evru sem mynt eða ekki. Það hefur borið á þeirri skoðun að við verðum að taka upp evru til að fá evru-vexti. Bent er á svimandi háa vexti Seðlabankans þessa dagana og framtakssamir ESB talsmenn reikna í gríð og erg hversu miklu lægri vexti heimilin í landinu myndu greiða ef evran yrði hér lögeyrir. Framkvæmdirnar við Kárahnjúka og breytingarnar á íbúðamarkaðinum hafa komið róti á hagkerfið okkar og það var fyrirsjáanlegt. Vextir hafa því hækkað, (reyndar óþarflega mikið að mínu mati þar sem Seðlabankinn hefði ekki átt að mæla hækkun á húsnæði í verðbólgumælingu sinni), en það er verið að reyna að draga úr spennunni. En ef rökin fyrir því að taka upp evru eru þau að þar með lækki vextir og því sé evran heppilegur gjaldmiðill fyrir okkur, þá þýðir ekki að horfa einungis til síðustu missera. Það verður að horfa til lengri tíma og velta því fyrir sér hver vaxtamunurinn er að jafnaði á milli Íslands og landanna sem mynda evrusvæðið. Ef til dæmis litið er til áranna 1987 til 2002 þá er munurinn á raunvöxtum á milli Íslands og evrusvæðisins um 2,5%. Árið 1987 hentar til viðmiðunar því á því ári verður til skráð markaðsverð á löngum íslenskum ríkisskuldabréfum. Þessi munur er auðvitað umtalsverður en miklu minni en sá munur sem nú er á milli Íslands og evrulandanna. En ef einungis tímabilið á milli 1994 til 2000 er skoðað breytist myndin. Þá var jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vaxtamunurinn lækkaði niður í 1,1% að meðaltali. Til glöggvunar má nefna að ef miðað er við tímabilið 1994 til 2002 þá er vaxtamunurinn 1,7%. Þetta þýðir einfaldlega að ef það er jafnvægi í hagkerfinu okkar og við búum við krónu þá má gera ráð fyrir að vaxtamunurinn á milli Íslands og evrulandanna sé á bilinu 1 til 2%. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar fullyrt er að við verðum að taka upp evru til að lækka vexti. Jafnljóst er að þó að ef við tækjum upp evru þá myndi vaxtamunurinn ekki hverfa með öllu, áfram yrði visst álag vegna stöðu íslenska hagkerfisins. Panama tók upp dollar árið 1904 en þrátt fyrir það hafa vextir þar verið um 2% hærri en sambærilegir vextir í Bandaríkjunum. Sameiginleg mynt útrýmir ekki þeim vaxtamun sem rekja má til mismunandi aðstæðna í hagkerfunum. Það mun til dæmis halda áfram að vera gengisáhætta hér á Íslandi þar sem megnið af viðskiptum þjóðarinnar við útlönd eru í annarri mynt en evru, breytir þar engu um þó vissulega megi reikna með að hlutur evru myndi vaxa ef sú mynt yrði tekin hér upp. Ég hef þá skoðun að við Íslendingar getum stýrt okkar efnahagsmálum þannig að hér ríki jafnvægi þegar til lengri tíma er litið og því sé ekki ástæða til að ganga í ESB til að taka upp evru. Ef evra er tekin upp þá hverfur ekki hagstjórnarvandinn, hann verður jafnvel heldur flóknari ef eitthvað er. Það má gera ráð fyrir að öðru hverju komi sveiflur í íslenska hagkerfið, en það er ekki ástæða til þess að hlaupa upp til handa og fóta og ganga í ESB, það leysir engin vandamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Í kennslubók sem ber heitið „Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar. Saga fyrir unglingastig grunnskóla" og var gefin út af Námsgagnastofnun árið 2000, birtist eftirfarandi setning á blaðsíðu 45: „Meirihluti Íslendinga virðist á því að það yrði til mikilla hagsbóta að ganga í Evrópusambandið, en stjórnvöld eru ósammála því." Blessuð börnin hljóta að spyrja sig að því til hvers að losa sig við danskan kóng ef í staðinn kom stjórnvald sem í einhverjum saman súrruðum andstyggilegheitum neitar að fara að vilja þjóðarinnar í jafn mikilvægu máli. Ég ætla höfundi bókarinnar reyndar ekki annað en það að hafa gripið einhverja skoðanakönnun sem þann daginn sýndi meirihlutafylgi við ESB aðild Íslands og ályktað nokkuð djarflega um málið. En þetta litla dæmi er lærdómsríkt. Allir vita að fylgi við ESB aðild hefur sveiflast fram og til baka og erfitt að fullyrða um þjóðarvilja í því máli. Stundum eru fylgjendur aðildar að ESB í meirihluta og stundum ekki. Það getur því verið varhugavert að draga of víðtækar ályktanir út frá stöðu mála á einhverjum tilteknum tímapunkti. Þetta á við um skoðanakannanir, en alveg sérstaklega á þetta við um þá spurningu hvort okkur hentar að taka upp evru sem mynt eða ekki. Það hefur borið á þeirri skoðun að við verðum að taka upp evru til að fá evru-vexti. Bent er á svimandi háa vexti Seðlabankans þessa dagana og framtakssamir ESB talsmenn reikna í gríð og erg hversu miklu lægri vexti heimilin í landinu myndu greiða ef evran yrði hér lögeyrir. Framkvæmdirnar við Kárahnjúka og breytingarnar á íbúðamarkaðinum hafa komið róti á hagkerfið okkar og það var fyrirsjáanlegt. Vextir hafa því hækkað, (reyndar óþarflega mikið að mínu mati þar sem Seðlabankinn hefði ekki átt að mæla hækkun á húsnæði í verðbólgumælingu sinni), en það er verið að reyna að draga úr spennunni. En ef rökin fyrir því að taka upp evru eru þau að þar með lækki vextir og því sé evran heppilegur gjaldmiðill fyrir okkur, þá þýðir ekki að horfa einungis til síðustu missera. Það verður að horfa til lengri tíma og velta því fyrir sér hver vaxtamunurinn er að jafnaði á milli Íslands og landanna sem mynda evrusvæðið. Ef til dæmis litið er til áranna 1987 til 2002 þá er munurinn á raunvöxtum á milli Íslands og evrusvæðisins um 2,5%. Árið 1987 hentar til viðmiðunar því á því ári verður til skráð markaðsverð á löngum íslenskum ríkisskuldabréfum. Þessi munur er auðvitað umtalsverður en miklu minni en sá munur sem nú er á milli Íslands og evrulandanna. En ef einungis tímabilið á milli 1994 til 2000 er skoðað breytist myndin. Þá var jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vaxtamunurinn lækkaði niður í 1,1% að meðaltali. Til glöggvunar má nefna að ef miðað er við tímabilið 1994 til 2002 þá er vaxtamunurinn 1,7%. Þetta þýðir einfaldlega að ef það er jafnvægi í hagkerfinu okkar og við búum við krónu þá má gera ráð fyrir að vaxtamunurinn á milli Íslands og evrulandanna sé á bilinu 1 til 2%. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar fullyrt er að við verðum að taka upp evru til að lækka vexti. Jafnljóst er að þó að ef við tækjum upp evru þá myndi vaxtamunurinn ekki hverfa með öllu, áfram yrði visst álag vegna stöðu íslenska hagkerfisins. Panama tók upp dollar árið 1904 en þrátt fyrir það hafa vextir þar verið um 2% hærri en sambærilegir vextir í Bandaríkjunum. Sameiginleg mynt útrýmir ekki þeim vaxtamun sem rekja má til mismunandi aðstæðna í hagkerfunum. Það mun til dæmis halda áfram að vera gengisáhætta hér á Íslandi þar sem megnið af viðskiptum þjóðarinnar við útlönd eru í annarri mynt en evru, breytir þar engu um þó vissulega megi reikna með að hlutur evru myndi vaxa ef sú mynt yrði tekin hér upp. Ég hef þá skoðun að við Íslendingar getum stýrt okkar efnahagsmálum þannig að hér ríki jafnvægi þegar til lengri tíma er litið og því sé ekki ástæða til að ganga í ESB til að taka upp evru. Ef evra er tekin upp þá hverfur ekki hagstjórnarvandinn, hann verður jafnvel heldur flóknari ef eitthvað er. Það má gera ráð fyrir að öðru hverju komi sveiflur í íslenska hagkerfið, en það er ekki ástæða til þess að hlaupa upp til handa og fóta og ganga í ESB, það leysir engin vandamál.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun