Lakers stöðvaði sigurgöngu Dallas 8. janúar 2007 04:56 Sasha Vujacic fór á kostum í fjórða leikhlutanum gegn Dallas Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti. NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira