Baráttan harðnar um Hutchison Essar 4. janúar 2007 13:47 Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira