Handhafar sannleikans Jón Kaldal skrifar 31. desember 2007 09:00 Á árinu sem nú er að baki komst hlýnun jarðar af manna völdum á hvers manns varir og öðlaðist almenna viðurkenningu. Þeir sem hafna kenningunni eru nú álitnir kverúlantar en heimsendaspámennirnir handhafar sannleikans. Í upphafi ársins fékk heimildarmynd Al Gore „Óþægilegur sannleikur" Óskarsverðlaun, en hún fjallar á ógnvænlegan hátt um afleiðingar loftslagsbreytinganna. Og þegar leið að hausti fékk varaforsetinn fyrrverandi svo öllu veigameiri viðurkenningu þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels, ásamt Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Á árinu lýsti hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum yfir stuðningi við sjónarmið sem áður tilheyrðu aðeins áhugafólki um umhverfisverndarmál. Þeirra á meðal var Tony Blair sem sagði um svipað leyti og hann yfirgaf stól forsætisráðherra að barátta núverandi kynslóða gegn loftslagsbreytingum væri jafn mikilvæg og barátta fyrri kynslóða gegn kommúnisma og fasisima. Stjórnmálamenn af hægri vængnum létu heldur ekki sitt eftir liggja. Ríkisstjóri Kaliforníu og repúblikaninn Arnold Schwarzenegger var þeirra allra athafnasamastur og foringi Íhaldsflokksins í Bretlandi David Cameron, gekk svo langt að boða nýja skatta á farþegaflug til verndar umhverfinu. í sönnum anda hægrimanna er þetta staðfesting á því að ekkert er ókeypis í lífinu, ekki einu sinni loftið sem við öndum að okkur, ef það á að vera sæmilega ómengað. Nú í desember náðu þjóðir heimsins samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Það þótti kaldhæðnislegt að færri gátu lent á einkaþotum sínum við fundarstaðinn en vildu. Vaxandi flugumferð á heimsvísu þykir einmitt vera stór hluti af umhverfissóðaskapnum. Við hér á Íslandi lögðum okkar af mörkum á báðar vogarskálarnar. Ríkisstjórnin á þær réttu með stefnumörkun um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda, en auðmenn og almenningur á þær röngu. Þeir fyrrnefndu með stóraukinni einkaþotuumferð og fólkið í landinu með sínum gegndarlausa einkabílisma. Ekki er nóg með að hér séu um 640 bílar á hverja þúsund íbúa, sem er með því hæsta í heiminum, heldur eru óvíða fleiri eyðslufrekir bílar í flotanum. Jeppar, risavaxnir pallbílar og fleiri eldsneytishákar fara hér um í stóru hjörðum og inni í hverjum bíl situr gjarnan ein manneskja. Borgarstjórn Reykjavíkur hóf metnaðarfulla tilraun til að snúa af þessari braut með því að bjóða námsmönnum frítt í strætó. Það er til mikils að vinna að ef tekst að sannfæra ungu kynslóðina um að hægt er að komast á milli staða á annan hátt en undir stýri á eigin bíl. Næsta skref fyrir stjórnendur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gæti verið að taka frá á álagstímum vinstri akreinar fjögurra akreina gatna og stærri, fyrir bíla með tveimur eða fleiri farþegum, eins og hefur til dæmis tíðkast um árabil í Bandaríkjunum. Baráttan gegn hlýnun jarðar útheimtir að allir leggist á eitt. Og það góða er að fyrir þá sem enn efast, beinist baráttan ekki síður gegn bruðli með verðmæti og virðingarleysi gagnvart náttúrunni. 2007 var ár orða. Látum það sem er framundan verða ár athafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun
Á árinu sem nú er að baki komst hlýnun jarðar af manna völdum á hvers manns varir og öðlaðist almenna viðurkenningu. Þeir sem hafna kenningunni eru nú álitnir kverúlantar en heimsendaspámennirnir handhafar sannleikans. Í upphafi ársins fékk heimildarmynd Al Gore „Óþægilegur sannleikur" Óskarsverðlaun, en hún fjallar á ógnvænlegan hátt um afleiðingar loftslagsbreytinganna. Og þegar leið að hausti fékk varaforsetinn fyrrverandi svo öllu veigameiri viðurkenningu þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels, ásamt Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Á árinu lýsti hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum yfir stuðningi við sjónarmið sem áður tilheyrðu aðeins áhugafólki um umhverfisverndarmál. Þeirra á meðal var Tony Blair sem sagði um svipað leyti og hann yfirgaf stól forsætisráðherra að barátta núverandi kynslóða gegn loftslagsbreytingum væri jafn mikilvæg og barátta fyrri kynslóða gegn kommúnisma og fasisima. Stjórnmálamenn af hægri vængnum létu heldur ekki sitt eftir liggja. Ríkisstjóri Kaliforníu og repúblikaninn Arnold Schwarzenegger var þeirra allra athafnasamastur og foringi Íhaldsflokksins í Bretlandi David Cameron, gekk svo langt að boða nýja skatta á farþegaflug til verndar umhverfinu. í sönnum anda hægrimanna er þetta staðfesting á því að ekkert er ókeypis í lífinu, ekki einu sinni loftið sem við öndum að okkur, ef það á að vera sæmilega ómengað. Nú í desember náðu þjóðir heimsins samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Það þótti kaldhæðnislegt að færri gátu lent á einkaþotum sínum við fundarstaðinn en vildu. Vaxandi flugumferð á heimsvísu þykir einmitt vera stór hluti af umhverfissóðaskapnum. Við hér á Íslandi lögðum okkar af mörkum á báðar vogarskálarnar. Ríkisstjórnin á þær réttu með stefnumörkun um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda, en auðmenn og almenningur á þær röngu. Þeir fyrrnefndu með stóraukinni einkaþotuumferð og fólkið í landinu með sínum gegndarlausa einkabílisma. Ekki er nóg með að hér séu um 640 bílar á hverja þúsund íbúa, sem er með því hæsta í heiminum, heldur eru óvíða fleiri eyðslufrekir bílar í flotanum. Jeppar, risavaxnir pallbílar og fleiri eldsneytishákar fara hér um í stóru hjörðum og inni í hverjum bíl situr gjarnan ein manneskja. Borgarstjórn Reykjavíkur hóf metnaðarfulla tilraun til að snúa af þessari braut með því að bjóða námsmönnum frítt í strætó. Það er til mikils að vinna að ef tekst að sannfæra ungu kynslóðina um að hægt er að komast á milli staða á annan hátt en undir stýri á eigin bíl. Næsta skref fyrir stjórnendur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gæti verið að taka frá á álagstímum vinstri akreinar fjögurra akreina gatna og stærri, fyrir bíla með tveimur eða fleiri farþegum, eins og hefur til dæmis tíðkast um árabil í Bandaríkjunum. Baráttan gegn hlýnun jarðar útheimtir að allir leggist á eitt. Og það góða er að fyrir þá sem enn efast, beinist baráttan ekki síður gegn bruðli með verðmæti og virðingarleysi gagnvart náttúrunni. 2007 var ár orða. Látum það sem er framundan verða ár athafna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun