Afbrot eða afrek? Þorsteinn Pálsson skrifar 12. desember 2007 06:00 Tveir alþingismenn hafa að undanförnu borið stjórnarmenn í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar þungum sökum. Þeir eru sagðir hafa brotið lög og misfarið með eignir ríkisins með því að selja þær vinum og vandamönnum undir markaðsverði á bak við tjöldin. Á móti hefur forsætisráðherra fullyrt að stjórn félagsins hafi farið að settum leikreglum. Í reynd hafi hún unnið afrek með því að fá meira fyrir eignirnar á skemmri tíma en nokkur hefði getað vænst. Eðlilegt er að spurt sé hvernig meta á þessar staðhæfingar og málsatvik að öðru leyti? Í fyrsta lagi er hér um að ræða eignir sem ríkinu hlotnuðust við brottför varnarliðsins. Á móti tók ríkið að sér að kosta hreinsun varnarsvæðanna. Á þeim tímapunkti voru þær efasemdir uppi að þáverandi ríkisstjórn hefði samið af sér með því að skuldbindingarnar væru meiri en ávinningurinn. Þessum efasemdum var ekki unnt að svara með staðreyndum á sínum tíma. Nú er hins vegar unnt að sýna fram á að þær voru ástæðulausar. Í annan stað var ljóst að hagsmunir sveitarfélaganna á svæðinu voru ríkir. Þar kom einkum tvennt til: Annars vegar að á svæðinu þróaðist byggð og atvinnustarfsemi sem félli að skipulagi og öðrum áformum sveitarfélaganna. Hins vegar að eignasalan kollvarpaði ekki fasteignamarkaðnum. Vegna þessara almannahagsmuna í sveitarfélögunum hefði komið til álita að fela þeim alfarið umsjón með þróunarferlinu. Það var ekki gert enda fjárhagslegir hagsmunir ríkissjóðs verulegir. Niðurstaðan var þriðjungs stjórnunaraðild sveitarfélaganna í sjálfstæðu þróunarfélagi. Þau tengsl almannahagsmuna í sveitarfélögunum voru því ákveðin áður en verkefnið fór af stað samkvæmt sérstökum lögum. Enginn taldi óeðlilegt að flétta sveitarfélagahagsmunina með þessum hætti inn í verkefnið þegar það var ákveðið. Í þriðja lagi vaknar spurning um hvort fara hefði átt með eignasöluna eftir almennum útboðsreglum eða á grundvelli sérstakra auglýsinga. Með almennu útboðsreglunum hefði svigrúmið til að taka tillit til hinna sérstöku viðurkenndu hagsmuna sveitarfélaganna þrengst verulega. Ríkisstjórnin ákvað því fyrir fram með skynsamlegum rökum að nota lagaheimildir um að víkja frá þeim reglum. Það sætti ekki gagnrýni á þeim tíma. Í fjórða lagi þarf að skoða hvort stjórn Þróunarfélagsins hafi með einhverjum hætti staðið þannig að auglýsingum og kynningu á þróunarverkefninu að ófullnægjandi teljist. Enginn hefur sýnt fram á það. Allir sem áhuga höfðu virðast þar af leiðandi hafa haft tækifæri til þátttöku. Í fimmta lagi kemur til álita hvort ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið hvaða tilboðum var tekið. Eftir að gögn þar að lútandi voru birt verður ekki séð að þær ákvarðanir verði gagnrýndar með rökum. Ekki verður heldur séð af framkomnum gögnum að persónulegir hagsmunir hafi valdið vanhæfi. Ef dæma á eftir fyrirliggjandi staðreyndum er því varfærnislegt að segja að býsna djúpt sé á rökum fyrir misferli. Hvort úttekt Ríkisendurskoðunar leiðir eitthvað annað í ljós er spurning sem tíminn einn getur svarað. Um verð eignanna er ekki annar dómari en markaðurinn. Hafi hann verið opinn eins og allt bendir til hlýtur það að teljast eðlilegt. Augljóst er að verulegur fjárhagslegur ávinningur er í því fólginn fyrir ríkissjóð hversu skjótt tókst að koma eignunum í verð. Að öllu þessu virtu sýnast þekktar staðreyndir málsins liggja nær fullyrðingunni um afrek en afbrot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Tveir alþingismenn hafa að undanförnu borið stjórnarmenn í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar þungum sökum. Þeir eru sagðir hafa brotið lög og misfarið með eignir ríkisins með því að selja þær vinum og vandamönnum undir markaðsverði á bak við tjöldin. Á móti hefur forsætisráðherra fullyrt að stjórn félagsins hafi farið að settum leikreglum. Í reynd hafi hún unnið afrek með því að fá meira fyrir eignirnar á skemmri tíma en nokkur hefði getað vænst. Eðlilegt er að spurt sé hvernig meta á þessar staðhæfingar og málsatvik að öðru leyti? Í fyrsta lagi er hér um að ræða eignir sem ríkinu hlotnuðust við brottför varnarliðsins. Á móti tók ríkið að sér að kosta hreinsun varnarsvæðanna. Á þeim tímapunkti voru þær efasemdir uppi að þáverandi ríkisstjórn hefði samið af sér með því að skuldbindingarnar væru meiri en ávinningurinn. Þessum efasemdum var ekki unnt að svara með staðreyndum á sínum tíma. Nú er hins vegar unnt að sýna fram á að þær voru ástæðulausar. Í annan stað var ljóst að hagsmunir sveitarfélaganna á svæðinu voru ríkir. Þar kom einkum tvennt til: Annars vegar að á svæðinu þróaðist byggð og atvinnustarfsemi sem félli að skipulagi og öðrum áformum sveitarfélaganna. Hins vegar að eignasalan kollvarpaði ekki fasteignamarkaðnum. Vegna þessara almannahagsmuna í sveitarfélögunum hefði komið til álita að fela þeim alfarið umsjón með þróunarferlinu. Það var ekki gert enda fjárhagslegir hagsmunir ríkissjóðs verulegir. Niðurstaðan var þriðjungs stjórnunaraðild sveitarfélaganna í sjálfstæðu þróunarfélagi. Þau tengsl almannahagsmuna í sveitarfélögunum voru því ákveðin áður en verkefnið fór af stað samkvæmt sérstökum lögum. Enginn taldi óeðlilegt að flétta sveitarfélagahagsmunina með þessum hætti inn í verkefnið þegar það var ákveðið. Í þriðja lagi vaknar spurning um hvort fara hefði átt með eignasöluna eftir almennum útboðsreglum eða á grundvelli sérstakra auglýsinga. Með almennu útboðsreglunum hefði svigrúmið til að taka tillit til hinna sérstöku viðurkenndu hagsmuna sveitarfélaganna þrengst verulega. Ríkisstjórnin ákvað því fyrir fram með skynsamlegum rökum að nota lagaheimildir um að víkja frá þeim reglum. Það sætti ekki gagnrýni á þeim tíma. Í fjórða lagi þarf að skoða hvort stjórn Þróunarfélagsins hafi með einhverjum hætti staðið þannig að auglýsingum og kynningu á þróunarverkefninu að ófullnægjandi teljist. Enginn hefur sýnt fram á það. Allir sem áhuga höfðu virðast þar af leiðandi hafa haft tækifæri til þátttöku. Í fimmta lagi kemur til álita hvort ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið hvaða tilboðum var tekið. Eftir að gögn þar að lútandi voru birt verður ekki séð að þær ákvarðanir verði gagnrýndar með rökum. Ekki verður heldur séð af framkomnum gögnum að persónulegir hagsmunir hafi valdið vanhæfi. Ef dæma á eftir fyrirliggjandi staðreyndum er því varfærnislegt að segja að býsna djúpt sé á rökum fyrir misferli. Hvort úttekt Ríkisendurskoðunar leiðir eitthvað annað í ljós er spurning sem tíminn einn getur svarað. Um verð eignanna er ekki annar dómari en markaðurinn. Hafi hann verið opinn eins og allt bendir til hlýtur það að teljast eðlilegt. Augljóst er að verulegur fjárhagslegur ávinningur er í því fólginn fyrir ríkissjóð hversu skjótt tókst að koma eignunum í verð. Að öllu þessu virtu sýnast þekktar staðreyndir málsins liggja nær fullyrðingunni um afrek en afbrot.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun