Óskabíllinn alla tíð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 06:00 „Ég hafði lítið sest upp í sportbíla áður og reynslan er enn betri en ég bjóst við,“ segir Þrúðmar Kári og tekur Corvettuna til kostanna. Fréttablaðið/Vilhelm Að fara með Þrúðmari Kára Ragnarssyni vélamanni á rúntinn á Chevrolet Corvette C6 er eins og að svífa á dúnmjúku skýi. „Þetta er búinn að vera óskabíllinn síðan ég man eftir mér. Corvetta er eitthvað sem alla sem eru með bíladellu dreymir um,“ segir Þrúðmar Kári hlæjandi. Skyldi hann hafa átt mörg tryllitæki gegnum tíðina? „Nei, þetta er minn fyrsti sportbíll. Það má segja að ég hafi beðið með að kaupa hann þar til ég hafði aldur og þroska til. Þetta er bara toppurinn.“ „Corvettan hefur verið framleidd alveg frá 1953 og var fyrsta ameríska sportbifreiðin,“ segir Þrúðmar Kári og er nú yfirheyrður um tæknileg atriði. „Þessi er af árgerð 2005, með 6 lítra V8-vél og 400 hestöfl. Hún er 4,2 sekúndur upp í hundraðið og hámarkshraði er gefinn upp 186 mílur sem er um það bil 300 kílómetrar á klukkustund.“ Hefurðu eitthvað við þann hraða að gera? getur blaðamaður ekki stillt sig um að spyrja. „Nei, en samt er gott að vita af honum,“ svarar Þrúðmar Kári léttur í bragði. „Þetta er rosalega góður keyrslubíll þótt hann sé lágur. Ég verð að læðast yfir hraðahindranir því ekki vil ég reka hann niður. En það kom mér á óvart að á langkeyrslu eyðir hann ekki nema átta til níu lítrum á hundraðið. Galdurinn við þennan bíl er að hann er léttur enda gerður úr plastefni.“ Kári kveðst hafa keypt bílinn síðsumars af félaga sínum sem var nýbúinn að flytja hann inn. Verðið var nokkrar millur en Þrúðmar Kári kveðst hafa fengið það sem hann borgaði fyrir. „Ég er sáttur,“ segir hann. „Það verður að gefa eitthvað fyrir gæðin.“ Bílar Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent
Að fara með Þrúðmari Kára Ragnarssyni vélamanni á rúntinn á Chevrolet Corvette C6 er eins og að svífa á dúnmjúku skýi. „Þetta er búinn að vera óskabíllinn síðan ég man eftir mér. Corvetta er eitthvað sem alla sem eru með bíladellu dreymir um,“ segir Þrúðmar Kári hlæjandi. Skyldi hann hafa átt mörg tryllitæki gegnum tíðina? „Nei, þetta er minn fyrsti sportbíll. Það má segja að ég hafi beðið með að kaupa hann þar til ég hafði aldur og þroska til. Þetta er bara toppurinn.“ „Corvettan hefur verið framleidd alveg frá 1953 og var fyrsta ameríska sportbifreiðin,“ segir Þrúðmar Kári og er nú yfirheyrður um tæknileg atriði. „Þessi er af árgerð 2005, með 6 lítra V8-vél og 400 hestöfl. Hún er 4,2 sekúndur upp í hundraðið og hámarkshraði er gefinn upp 186 mílur sem er um það bil 300 kílómetrar á klukkustund.“ Hefurðu eitthvað við þann hraða að gera? getur blaðamaður ekki stillt sig um að spyrja. „Nei, en samt er gott að vita af honum,“ svarar Þrúðmar Kári léttur í bragði. „Þetta er rosalega góður keyrslubíll þótt hann sé lágur. Ég verð að læðast yfir hraðahindranir því ekki vil ég reka hann niður. En það kom mér á óvart að á langkeyrslu eyðir hann ekki nema átta til níu lítrum á hundraðið. Galdurinn við þennan bíl er að hann er léttur enda gerður úr plastefni.“ Kári kveðst hafa keypt bílinn síðsumars af félaga sínum sem var nýbúinn að flytja hann inn. Verðið var nokkrar millur en Þrúðmar Kári kveðst hafa fengið það sem hann borgaði fyrir. „Ég er sáttur,“ segir hann. „Það verður að gefa eitthvað fyrir gæðin.“
Bílar Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent