Sannfæring stundum? Jón Kaldal skrifar 24. október 2007 09:40 Fyrir okkur leikmennina er dálítið ruglingslegt að fylgjast með pólitískri umræðu þessa dagana. Stjórnmálamennirnir skamma hver annan ýmist fyrir að snúa baki við hugsjónum sínum eða að standa með þeim. Tökum til dæmis Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Honum er nú núið um nasir að styðja frumvarp um afnám á einkasölu ríkisins á bjór og léttvíni því það sé andsnúið lýðheilsu þjóðarinnar. Guðlaugur er þó ekki sekur um annað en að standa með þeirri ágætu sannfæringu sinni að þeim sem vilja kaupa bjór eða léttvín í næsta stórmarkaði eigi að vera það frjálst, rétt eins og hann hefur margsinnis talað fyrir á Alþingi áður en hann varð ráðherra. En svo eru það hinir sem eru ekki jafn stefnufastir og heilbrigðisráðherra. Það er til að mynda erfitt að dæma um hvort ýmsa sjálfstæðismenn hafi hrakið af leið er þeir gripu ekki til aðgerða þegar ríkishlutafélögin Síminn og Íslandspóstur seildust inn á samkeppnismarkað með kaupum á sjónvarpsstöðinni Skjá einum og prentsmiðjunni Samskiptum á sínum tíma. Bæði kaup voru gerð á vakt sjálfstæðismanna í ríkisstjórn og í umboði þeirra ráðherra. Var aðgerðaleysið þá vegna skorts á sannfæringu fyrir því að opinber fyrirtæki ættu ekki að stunda áhættusaman samkeppnisrekstur? Eða er samstaðan nú með borgarstjórnarflokknum um að REI sé ómögulegt fyrirtæki, vegna þess að það standi í samkeppni og áhætturekstri, ef til vill hin rétta sannfæring? Pétur Gunnarsson benti á Eyjubloggi sínu í fyrrakvöld á ágætt dæmi um vanda þeirra sem fylgjast með á hliðarlínu hins pólitíska leikvallar við að greina þarna á milli. Pétur rifjar upp viðtal við Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í DV 13. júlí. Til umræðu voru hræringar í kringum Hitaveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur og Geysi Green Energy. Samþykktir Landsfundar Sjálfstæðisflokksins voru Illuga greinilega enn ofarlega í huga þegar hann felldi þennan dóm: „Hér er að verða til nýr iðnaður sem er á fullri ferð í útrás og gæti skapað ný tækifæri. Við verðum að leiða saman kapítalistana, viðskiptamennina og orkufyrirtækin. Þetta getur orðið pottur sem knýr útrásina áfram." Vindum svo klukkuna fram til 7. október þegar sami Illugi fjallar um sjónarmið sín og flokkssystkina sinna í Fréttablaðinu í tengslum við hvort rétt hafi verið að sameina REI og GGE: „...umræðan var knúin áfram af þeirri sannfæringu að ekki væri eðlilegt að fyrirtæki í eigu borgarinnar væri að vasast í öðru en þeim verkefnum sem féllu undir samfélagsþjónustu. Ef hugmyndin með stofnun dótturfélags Orkuveitunnar er sú að græða peninga fyrir borgarbúa, hví þá að láta staðar numið þar, hví ekki að láta til dæmis Borgarbókasafnið stofna vogunarsjóð og fjárfesta í íslenskum hlutabréfum?" Hvor skyldi nú vera hin rétta sannfæring Illuga? Á að búa til pott orkufyrirtækja og kapítalista „sem knýr útrásina áfram" eða ekki? Eða vill Illugi kannski ekki að borgarbúar græði á því að orkufyrirtækið þeirra sé leitt saman við kapítalistana? Um þetta er snúið að úrskurða. Nema þessi málflutningur sé dæmi um svokallaðan pólitískan þroska? Þeim sem eru komnir á slíkt þroskastig skal ráðlagt að láta alveg kyrrt að tala um sannfæringu, sína og annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Fyrir okkur leikmennina er dálítið ruglingslegt að fylgjast með pólitískri umræðu þessa dagana. Stjórnmálamennirnir skamma hver annan ýmist fyrir að snúa baki við hugsjónum sínum eða að standa með þeim. Tökum til dæmis Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Honum er nú núið um nasir að styðja frumvarp um afnám á einkasölu ríkisins á bjór og léttvíni því það sé andsnúið lýðheilsu þjóðarinnar. Guðlaugur er þó ekki sekur um annað en að standa með þeirri ágætu sannfæringu sinni að þeim sem vilja kaupa bjór eða léttvín í næsta stórmarkaði eigi að vera það frjálst, rétt eins og hann hefur margsinnis talað fyrir á Alþingi áður en hann varð ráðherra. En svo eru það hinir sem eru ekki jafn stefnufastir og heilbrigðisráðherra. Það er til að mynda erfitt að dæma um hvort ýmsa sjálfstæðismenn hafi hrakið af leið er þeir gripu ekki til aðgerða þegar ríkishlutafélögin Síminn og Íslandspóstur seildust inn á samkeppnismarkað með kaupum á sjónvarpsstöðinni Skjá einum og prentsmiðjunni Samskiptum á sínum tíma. Bæði kaup voru gerð á vakt sjálfstæðismanna í ríkisstjórn og í umboði þeirra ráðherra. Var aðgerðaleysið þá vegna skorts á sannfæringu fyrir því að opinber fyrirtæki ættu ekki að stunda áhættusaman samkeppnisrekstur? Eða er samstaðan nú með borgarstjórnarflokknum um að REI sé ómögulegt fyrirtæki, vegna þess að það standi í samkeppni og áhætturekstri, ef til vill hin rétta sannfæring? Pétur Gunnarsson benti á Eyjubloggi sínu í fyrrakvöld á ágætt dæmi um vanda þeirra sem fylgjast með á hliðarlínu hins pólitíska leikvallar við að greina þarna á milli. Pétur rifjar upp viðtal við Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í DV 13. júlí. Til umræðu voru hræringar í kringum Hitaveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur og Geysi Green Energy. Samþykktir Landsfundar Sjálfstæðisflokksins voru Illuga greinilega enn ofarlega í huga þegar hann felldi þennan dóm: „Hér er að verða til nýr iðnaður sem er á fullri ferð í útrás og gæti skapað ný tækifæri. Við verðum að leiða saman kapítalistana, viðskiptamennina og orkufyrirtækin. Þetta getur orðið pottur sem knýr útrásina áfram." Vindum svo klukkuna fram til 7. október þegar sami Illugi fjallar um sjónarmið sín og flokkssystkina sinna í Fréttablaðinu í tengslum við hvort rétt hafi verið að sameina REI og GGE: „...umræðan var knúin áfram af þeirri sannfæringu að ekki væri eðlilegt að fyrirtæki í eigu borgarinnar væri að vasast í öðru en þeim verkefnum sem féllu undir samfélagsþjónustu. Ef hugmyndin með stofnun dótturfélags Orkuveitunnar er sú að græða peninga fyrir borgarbúa, hví þá að láta staðar numið þar, hví ekki að láta til dæmis Borgarbókasafnið stofna vogunarsjóð og fjárfesta í íslenskum hlutabréfum?" Hvor skyldi nú vera hin rétta sannfæring Illuga? Á að búa til pott orkufyrirtækja og kapítalista „sem knýr útrásina áfram" eða ekki? Eða vill Illugi kannski ekki að borgarbúar græði á því að orkufyrirtækið þeirra sé leitt saman við kapítalistana? Um þetta er snúið að úrskurða. Nema þessi málflutningur sé dæmi um svokallaðan pólitískan þroska? Þeim sem eru komnir á slíkt þroskastig skal ráðlagt að láta alveg kyrrt að tala um sannfæringu, sína og annarra.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun