Bjarni og Einar Jökull áfram í haldi 25. september 2007 00:01 Skútan sem notuð var til smyglsins sem komst upp um á fimmtudag sést hér við hlið varðskipsins Ægis. MYND/Einar Hæstiréttur staðfesti í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem grunaðir eru um að skipuleggja innflutning á rúmlega 60 kílóum af amfetamíni, skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað mennina í gæsluvarðhald en Bjarni og Einar Jökull kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir neitað sök í málinu. Líklegt er að þeir verði í haldi þar til dómur fellur í máli þeirra en það hefur til þessa tíðkast í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru þeir tveir, ásamt átta öðrum, handteknir eftir að upp komst um smygltilraun á Fáskrúðsfirði á fimmtudag en fíkniefnunum var siglt hingað með skútu sem hafði verið tekin á leigu. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem handteknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, kærðu ekki gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og verða því einnig í haldi til 18. október. Manni um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðsfirði, verður sleppt úr haldi á föstudag að óbreyttu. Þáttur hans er talinn veigalítill. Íslensku pari, sem handtekið var í Kaupmannahöfn sama dag og málið kom upp, var sleppt daginn eftir. Það er ekki talið hafa tengst smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslendingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn á fimmtudag. Dana, sem var handtekinn með honum, hefur verið sleppt. Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, hefur einnig verið sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en lögreglan grunaði hann um aðild að smyglinu og var hann handtekinn á heimili sínu í Stavanger þess vegna.Lögreglan fór fram á að dómur Hæstaréttar í kærumálinu, er tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu, yrði ekki birtur á heimasíðu Hæstaréttar eins og venja er vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að Logi Freyr hefði sýnt norskum lögreglumönnum skútuna Lucky Day en hún var við bryggjuna á Fáskrúðsfirði frá því í september 2005 til vors 2006. Grunur lék á því að hún hefði verið notuð til smygls og var meðal annars leitað í skútunni með fíkniefnahundi. Logi Freyr hefur neitað allri aðild að málinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Bjarni Hrafnkelsson grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið, auk þess að pakka efnunum erlendis. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Yfirheyrslur vegna málsins hafa staðið yfir undanfarna daga og verður þeim framhaldið í dag. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis. Þeir munu gera það áfram enda rannsókn málsins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. Pólstjörnumálið Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem grunaðir eru um að skipuleggja innflutning á rúmlega 60 kílóum af amfetamíni, skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað mennina í gæsluvarðhald en Bjarni og Einar Jökull kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir neitað sök í málinu. Líklegt er að þeir verði í haldi þar til dómur fellur í máli þeirra en það hefur til þessa tíðkast í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru þeir tveir, ásamt átta öðrum, handteknir eftir að upp komst um smygltilraun á Fáskrúðsfirði á fimmtudag en fíkniefnunum var siglt hingað með skútu sem hafði verið tekin á leigu. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem handteknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, kærðu ekki gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og verða því einnig í haldi til 18. október. Manni um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðsfirði, verður sleppt úr haldi á föstudag að óbreyttu. Þáttur hans er talinn veigalítill. Íslensku pari, sem handtekið var í Kaupmannahöfn sama dag og málið kom upp, var sleppt daginn eftir. Það er ekki talið hafa tengst smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslendingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn á fimmtudag. Dana, sem var handtekinn með honum, hefur verið sleppt. Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, hefur einnig verið sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en lögreglan grunaði hann um aðild að smyglinu og var hann handtekinn á heimili sínu í Stavanger þess vegna.Lögreglan fór fram á að dómur Hæstaréttar í kærumálinu, er tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu, yrði ekki birtur á heimasíðu Hæstaréttar eins og venja er vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að Logi Freyr hefði sýnt norskum lögreglumönnum skútuna Lucky Day en hún var við bryggjuna á Fáskrúðsfirði frá því í september 2005 til vors 2006. Grunur lék á því að hún hefði verið notuð til smygls og var meðal annars leitað í skútunni með fíkniefnahundi. Logi Freyr hefur neitað allri aðild að málinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Bjarni Hrafnkelsson grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið, auk þess að pakka efnunum erlendis. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Yfirheyrslur vegna málsins hafa staðið yfir undanfarna daga og verður þeim framhaldið í dag. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis. Þeir munu gera það áfram enda rannsókn málsins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra.
Pólstjörnumálið Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira