Þróun eða frysting Þorsteinn Pálsson skrifar 15. september 2007 00:01 Oftar en ekki snúast umræður um ráðstöfun peninga úr ríkissjóði um hagsmunatog af ýmsu tagi. Hitt er sjaldgæfara að slíkar deilur snúist um hugmyndafræði eða ólík pólitísk grundvallarviðhorf. Hvað sem öðru líður hafa deilurnar um svokallaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar varpað ljósi á ólíka hugmyndaheima stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Að því leyti eru þær réttlæting fyrir þeirri nýju pólitísku línu sem dregin var með myndun ríkisstjórnarinnar í vor sem leið, hvorum megin sem menn síðan skipa sér við hana. Þegar þorskniðurskurðurinn var ákveðinn boðaði sjávarútvegsráðherra þá þegar mótvægisaðgerðir. Hann tók hins vegar skýrt fram að ekkert kæmi í staðinn fyrir þorskinn. Með því hefur hann ugglaust vísað til þess sem nú er komið á daginn, að stjórnvöld gerðu best í því að hjálpa til við að auka fjölbreytni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Fáum hefur sennilega verið betur ljóst en sjávarútvegsráðherranum að jafnvel með óbreyttum þorskafla hefði áframhaldandi tæknivæðing óhjákvæmilega fækkað störfum í atvinnugreininni á komandi árum. Allar stjórnvaldstilraunir til að koma í veg fyrir þá þróun geta aðeins veikt samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Afleiðingin yrði í því falli fólksflótti úr sjávarbyggðunum vegna lágra launa fremur en fárra þorska. Viðgangur atvinnulífs í þéttbýlinu við Faxaflóa á rætur í fjölbreytni. Möguleikar landsbyggðarinnar til viðspyrnu og viðreisnar eru líka fólgnir í fjölbreytni. Þess vegna er það fullkomlega rökrétt að uppistaðan í viðbragðsaðgerðum ríkisstjórnarinnar við þorskniðurskurðinum felist í styrkingu innviða eins og samgöngum, hátækniaðgangi, menntun og rannsóknum. Engar ráðstafanir af þessi tagi verða þó gerðar án þess að á þeim megi finna höggstað. Það er hlutverk stjórnarandstöðunnar að finna hann. Einn kostur í því efni hefði verið sá að viðurkenna hugmyndafræðina sem að baki býr en deila þess í stað á umfangið og skiptinguna. Auðvelt er til að mynda að færa rök fyrir því að meira fjármagn í menntun og rannsóknir yrði áhrifaríkt. Þetta gerði stjórnarandstaðan ekki. Formaður Framsóknarflokksins hefur talað skýrast af hálfu stjórnarandstöðunnar. Hann hefði kosið að fjármunum yrði varið úr ríkissjóði til þess að viðhalda óbreyttum fjölda starfa í sjávarútvegi þar til þorskafli eykst á ný. Sveitarsjóðum hefði átt að tryggja óbreyttar tekjur eins og þorskaflinn hefði ekki minnkað. Gömul og slæm reynsla er af styrkjastefnu af þessu tagi. Það verður heldur ekki bæði sleppt og haldið. Ríkissjóður ræður ekki við að fara báðar leiðirnar. Aðgerðir af þessu tagi geta ekki leitt til annars en stöðnunar. Líklegast er að þær leiði til meiri hnignunar þegar til lengri tíma er litið. Vandinn við aðferðafræði ríkisstjórnarinnar er á hinn veginn helst sá að ógerlegt er að leggja á borðið tryggingar eða sannanir fyrir því að upp úr þeim jarðvegi spretti nýr fjölbreyttur gróður. En hitt er ljóst að án þess að plægja jarðveginn eins og að er stefnt er engin von til þess að vísir að nýju brumi sjái dagsins ljós. Hér er tekist á um tvo ólíka kosti: Annar felur í sér von um þróun. Hinn býður upp á að frysta óbreytt ástand. Frysting er góð geymsluaðferð en slæmur kostur fyrir byggðir sem vilja sækja fram og þurfa grósku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Oftar en ekki snúast umræður um ráðstöfun peninga úr ríkissjóði um hagsmunatog af ýmsu tagi. Hitt er sjaldgæfara að slíkar deilur snúist um hugmyndafræði eða ólík pólitísk grundvallarviðhorf. Hvað sem öðru líður hafa deilurnar um svokallaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar varpað ljósi á ólíka hugmyndaheima stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Að því leyti eru þær réttlæting fyrir þeirri nýju pólitísku línu sem dregin var með myndun ríkisstjórnarinnar í vor sem leið, hvorum megin sem menn síðan skipa sér við hana. Þegar þorskniðurskurðurinn var ákveðinn boðaði sjávarútvegsráðherra þá þegar mótvægisaðgerðir. Hann tók hins vegar skýrt fram að ekkert kæmi í staðinn fyrir þorskinn. Með því hefur hann ugglaust vísað til þess sem nú er komið á daginn, að stjórnvöld gerðu best í því að hjálpa til við að auka fjölbreytni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Fáum hefur sennilega verið betur ljóst en sjávarútvegsráðherranum að jafnvel með óbreyttum þorskafla hefði áframhaldandi tæknivæðing óhjákvæmilega fækkað störfum í atvinnugreininni á komandi árum. Allar stjórnvaldstilraunir til að koma í veg fyrir þá þróun geta aðeins veikt samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Afleiðingin yrði í því falli fólksflótti úr sjávarbyggðunum vegna lágra launa fremur en fárra þorska. Viðgangur atvinnulífs í þéttbýlinu við Faxaflóa á rætur í fjölbreytni. Möguleikar landsbyggðarinnar til viðspyrnu og viðreisnar eru líka fólgnir í fjölbreytni. Þess vegna er það fullkomlega rökrétt að uppistaðan í viðbragðsaðgerðum ríkisstjórnarinnar við þorskniðurskurðinum felist í styrkingu innviða eins og samgöngum, hátækniaðgangi, menntun og rannsóknum. Engar ráðstafanir af þessi tagi verða þó gerðar án þess að á þeim megi finna höggstað. Það er hlutverk stjórnarandstöðunnar að finna hann. Einn kostur í því efni hefði verið sá að viðurkenna hugmyndafræðina sem að baki býr en deila þess í stað á umfangið og skiptinguna. Auðvelt er til að mynda að færa rök fyrir því að meira fjármagn í menntun og rannsóknir yrði áhrifaríkt. Þetta gerði stjórnarandstaðan ekki. Formaður Framsóknarflokksins hefur talað skýrast af hálfu stjórnarandstöðunnar. Hann hefði kosið að fjármunum yrði varið úr ríkissjóði til þess að viðhalda óbreyttum fjölda starfa í sjávarútvegi þar til þorskafli eykst á ný. Sveitarsjóðum hefði átt að tryggja óbreyttar tekjur eins og þorskaflinn hefði ekki minnkað. Gömul og slæm reynsla er af styrkjastefnu af þessu tagi. Það verður heldur ekki bæði sleppt og haldið. Ríkissjóður ræður ekki við að fara báðar leiðirnar. Aðgerðir af þessu tagi geta ekki leitt til annars en stöðnunar. Líklegast er að þær leiði til meiri hnignunar þegar til lengri tíma er litið. Vandinn við aðferðafræði ríkisstjórnarinnar er á hinn veginn helst sá að ógerlegt er að leggja á borðið tryggingar eða sannanir fyrir því að upp úr þeim jarðvegi spretti nýr fjölbreyttur gróður. En hitt er ljóst að án þess að plægja jarðveginn eins og að er stefnt er engin von til þess að vísir að nýju brumi sjái dagsins ljós. Hér er tekist á um tvo ólíka kosti: Annar felur í sér von um þróun. Hinn býður upp á að frysta óbreytt ástand. Frysting er góð geymsluaðferð en slæmur kostur fyrir byggðir sem vilja sækja fram og þurfa grósku.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun