Nýjar lausnir Þorsteinn Pálsson skrifar 13. september 2007 00:01 Tímamót: Bandarískur banki hefur nú eignast þriðjung í íslensku fyrirtæki sem er nærri þriðjungseigandi að Hitaveitu Suðurnesja. Þessi atburður varpar ljósi á þá staðreynd að ríkjandi skipulag orkumála er í uppnámi. Á úthallandi vetri seldu ríkissjóður og nokkur sveitarfélög hluti í Hitaveitu Suðurnesja. Þar er um að ræða framleiðslu, einokun á almannaþjónustu, samkeppnisrekstur og varanleg auðlindaréttindi. Allir flokkar utan Frjálslyndir bera ábyrgð á þeim ákvörðunum, ýmist á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur því í reynd litið á slíka sölu sem grundvallarmál eða stefnufrávik af þeirri stærðargráðu að á því bryti í samstarfi í ríkisstjórn eða bæjarstjórn. Fyrir vikið hefur erlent fyrirtæki í fyrsta skipti eignast virk óbein eignarréttindi í íslenskri orkuauðlind. Íslendingar eru almennt opnir fyrir erlendri fjárfestingu og sjá ávexti hennar víða í velferðarsamfélaginu. Eigi að síður er ástæða til að staldra við þessi tímamót. Þau verða án þess að djúp umræða hafi farið fram um þær grundvallarhugmyndir sem rétt er að ráði skipulagi þessara mála. Nokkrar einfaldar staðreyndir blasa við: Alþjóðlegt rekstrarumhverfi og ný viðfangsefni kalla á að hluti orkubúskaparins sé rekinn í hlutafélagsformi. Í samkeppnisrekstri innanlands og áhætturekstri erlendis þurfa þessi fyrirtæki að eiga aðgang að hlutafé. Einkarekstur er að sama skapi bæði eðlilegur og nauðsynlegur að ákveðnu marki. Hitt er jafn augljóst að ýmis gagnstæð álitaefni eru uppi í þessum efnum. Sá hluti orkubúskaparins sem er einokunarrekstur í almannaþjónustu lýtur til að mynda öðrum lögmálum en samkeppnisreksturinn. Um eignarrétt útlendinga geta aukheldur gilt ólík sjónarmið eftir því hvort rætt er um auðlindirnar sjálfar eða orkuframleiðsluna. Með öðrum orðum: Rök eru fyrir mismunandi lausnum eftir ólíku eðli og hlutverki orkufyrirtækja og einstakra þátta í starfsemi þeirra. Í fyrsta lagi má skilja auðlindaréttindin, vatnsafl og jarðhita, frá framleiðslufyrirtækjunum. Stærstur hluti réttindanna er í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þau geta hæglega verið það áfram í sérstökum rekstrareiningum. Um framsalsrétt sveitarfélaga má setja svipaðar takmarkanir og borgarstjórinn í Reykjavík hefur nýlega lagt til varðandi Orkuveituna. Alþingi hefði þar með úrslitavald yfir framsali allra orkuréttinda í opinberri eigu. Í annan stað þarf að greina einokun á almannaþjónustu frá samkeppnisrekstri. Eðlilegt væri að sveitarfélög bæru ábyrgð á einokunarrekstri eins og hitaveitum fyrst og fremst út frá neytendahagsmunum. Tillit til þeirra hagsmuna gæti leitt til verulegrar lækkunar á heitu vatni í Reykjavík. Með slíkum aðskilnaði gæti samkeppnisrekstur á hinn veginn lotið almennum reglum um hlutafélög og viðtekna viðskiptahætti. Raforkuframleiðslan sjálf gæti fallið þar undir. Loks þyrfti að afnema sjálfvirkar eignarnámsheimildir vegna samkeppnisrekstrar. Með róttækum skipulagsbreytingum af þessu tagi má koma til móts við þarfir fyrirtækjanna um nútíma rekstrarumhverfi. Um leið má búa betur um þá hnúta að auðlindir í opinberri eigu og einokunarbundin almannaþjónusta lúti eftir atvikum ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Tímamót: Bandarískur banki hefur nú eignast þriðjung í íslensku fyrirtæki sem er nærri þriðjungseigandi að Hitaveitu Suðurnesja. Þessi atburður varpar ljósi á þá staðreynd að ríkjandi skipulag orkumála er í uppnámi. Á úthallandi vetri seldu ríkissjóður og nokkur sveitarfélög hluti í Hitaveitu Suðurnesja. Þar er um að ræða framleiðslu, einokun á almannaþjónustu, samkeppnisrekstur og varanleg auðlindaréttindi. Allir flokkar utan Frjálslyndir bera ábyrgð á þeim ákvörðunum, ýmist á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur því í reynd litið á slíka sölu sem grundvallarmál eða stefnufrávik af þeirri stærðargráðu að á því bryti í samstarfi í ríkisstjórn eða bæjarstjórn. Fyrir vikið hefur erlent fyrirtæki í fyrsta skipti eignast virk óbein eignarréttindi í íslenskri orkuauðlind. Íslendingar eru almennt opnir fyrir erlendri fjárfestingu og sjá ávexti hennar víða í velferðarsamfélaginu. Eigi að síður er ástæða til að staldra við þessi tímamót. Þau verða án þess að djúp umræða hafi farið fram um þær grundvallarhugmyndir sem rétt er að ráði skipulagi þessara mála. Nokkrar einfaldar staðreyndir blasa við: Alþjóðlegt rekstrarumhverfi og ný viðfangsefni kalla á að hluti orkubúskaparins sé rekinn í hlutafélagsformi. Í samkeppnisrekstri innanlands og áhætturekstri erlendis þurfa þessi fyrirtæki að eiga aðgang að hlutafé. Einkarekstur er að sama skapi bæði eðlilegur og nauðsynlegur að ákveðnu marki. Hitt er jafn augljóst að ýmis gagnstæð álitaefni eru uppi í þessum efnum. Sá hluti orkubúskaparins sem er einokunarrekstur í almannaþjónustu lýtur til að mynda öðrum lögmálum en samkeppnisreksturinn. Um eignarrétt útlendinga geta aukheldur gilt ólík sjónarmið eftir því hvort rætt er um auðlindirnar sjálfar eða orkuframleiðsluna. Með öðrum orðum: Rök eru fyrir mismunandi lausnum eftir ólíku eðli og hlutverki orkufyrirtækja og einstakra þátta í starfsemi þeirra. Í fyrsta lagi má skilja auðlindaréttindin, vatnsafl og jarðhita, frá framleiðslufyrirtækjunum. Stærstur hluti réttindanna er í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þau geta hæglega verið það áfram í sérstökum rekstrareiningum. Um framsalsrétt sveitarfélaga má setja svipaðar takmarkanir og borgarstjórinn í Reykjavík hefur nýlega lagt til varðandi Orkuveituna. Alþingi hefði þar með úrslitavald yfir framsali allra orkuréttinda í opinberri eigu. Í annan stað þarf að greina einokun á almannaþjónustu frá samkeppnisrekstri. Eðlilegt væri að sveitarfélög bæru ábyrgð á einokunarrekstri eins og hitaveitum fyrst og fremst út frá neytendahagsmunum. Tillit til þeirra hagsmuna gæti leitt til verulegrar lækkunar á heitu vatni í Reykjavík. Með slíkum aðskilnaði gæti samkeppnisrekstur á hinn veginn lotið almennum reglum um hlutafélög og viðtekna viðskiptahætti. Raforkuframleiðslan sjálf gæti fallið þar undir. Loks þyrfti að afnema sjálfvirkar eignarnámsheimildir vegna samkeppnisrekstrar. Með róttækum skipulagsbreytingum af þessu tagi má koma til móts við þarfir fyrirtækjanna um nútíma rekstrarumhverfi. Um leið má búa betur um þá hnúta að auðlindir í opinberri eigu og einokunarbundin almannaþjónusta lúti eftir atvikum ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun