Gaur 8. september 2007 00:01 Maður mér nákominn, sem er búsettur erlendis, hefur verið að dunda við það undanfarin ár að endurnýja kynni sín af íslensku, en tungumálið talaði hann sem krakki. Þetta hefur gengið með afbrigðum vel, svo að nú talar hann hið ástkæra ylhýra með miklum glæsibrag. SEM íslenskumaður fagna ég auðvitað alltaf hverju tækifæri sem gefst til þess að ræða dýpri leyndardóma hinna húmanísku fræða. Að lokinni lambasteik upp í íslenskri sveit á dögunum spannst eilítil umræða við hinn íslenskumælandi Bandaríkjamann um eðli og gerð íslenskunnar af hans sjónarhóli og mínum. MERKILEgt hvað íslenska er skáldlegt tungumál, sagði hann. Það er endalaust hægt að búa til ný orð. Þetta er svona tungumál fyrir skáld. Já, það er alveg rétt, sagði ég. Og það sem er skemmtilegt við þetta er það, að allir Íslendingar taka þátt í þessu. Ný orð verða til, og þau eru síðan notuð af öllum. Tökum orð einsog „sími". Það hefði verið einfaldasta mál að kalla fyrirbærið „telefón", en Íslendingar gerðu það ekki. JÁ, einmitt, sagði hann. Interesting. Og meira að segja unglingarnir, hélt ég áfram stoltur, þeir segja ekki „dude" eins og í Ameríku heldur segja þeir „gaur". Það er gamalt og gott íslenskt orð. Og þeir fara heldur ekki á „skateboard" heldur fara þeir á "bretti". JÁHÁ, sagði hann. Yngsta kynslóðin ber meira að segja umhyggju fyrir tungumálinu. En segðu mér annað. Ég tók eftir því að osturinn sem ég var að borða er með rotvarnarefnum. Hvernig stendur á því? Í Bandaríkjunum er komið svo mikið „awareness" fyrir öllu svona. Hvers vegna er íslenskur ostur með rotvarnarefnum? Hvað er íslenska orðið yfir „awareness"? TJA, sagði ég. Nú veit ég ekki. Eftir að hafa fallist á það að íslenskan væri jú tungumál fyrir skáld datt mér helst í hug að segja að íslenskan væri þar með ekki tungumál sem næði vel utan um félagsleg framþróunarhugtök. „Vitundarvakning" og „aukin meðvitund" væri jú notað, tuldraði ég, en hann horfði bara á mig og hristi höfuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Maður mér nákominn, sem er búsettur erlendis, hefur verið að dunda við það undanfarin ár að endurnýja kynni sín af íslensku, en tungumálið talaði hann sem krakki. Þetta hefur gengið með afbrigðum vel, svo að nú talar hann hið ástkæra ylhýra með miklum glæsibrag. SEM íslenskumaður fagna ég auðvitað alltaf hverju tækifæri sem gefst til þess að ræða dýpri leyndardóma hinna húmanísku fræða. Að lokinni lambasteik upp í íslenskri sveit á dögunum spannst eilítil umræða við hinn íslenskumælandi Bandaríkjamann um eðli og gerð íslenskunnar af hans sjónarhóli og mínum. MERKILEgt hvað íslenska er skáldlegt tungumál, sagði hann. Það er endalaust hægt að búa til ný orð. Þetta er svona tungumál fyrir skáld. Já, það er alveg rétt, sagði ég. Og það sem er skemmtilegt við þetta er það, að allir Íslendingar taka þátt í þessu. Ný orð verða til, og þau eru síðan notuð af öllum. Tökum orð einsog „sími". Það hefði verið einfaldasta mál að kalla fyrirbærið „telefón", en Íslendingar gerðu það ekki. JÁ, einmitt, sagði hann. Interesting. Og meira að segja unglingarnir, hélt ég áfram stoltur, þeir segja ekki „dude" eins og í Ameríku heldur segja þeir „gaur". Það er gamalt og gott íslenskt orð. Og þeir fara heldur ekki á „skateboard" heldur fara þeir á "bretti". JÁHÁ, sagði hann. Yngsta kynslóðin ber meira að segja umhyggju fyrir tungumálinu. En segðu mér annað. Ég tók eftir því að osturinn sem ég var að borða er með rotvarnarefnum. Hvernig stendur á því? Í Bandaríkjunum er komið svo mikið „awareness" fyrir öllu svona. Hvers vegna er íslenskur ostur með rotvarnarefnum? Hvað er íslenska orðið yfir „awareness"? TJA, sagði ég. Nú veit ég ekki. Eftir að hafa fallist á það að íslenskan væri jú tungumál fyrir skáld datt mér helst í hug að segja að íslenskan væri þar með ekki tungumál sem næði vel utan um félagsleg framþróunarhugtök. „Vitundarvakning" og „aukin meðvitund" væri jú notað, tuldraði ég, en hann horfði bara á mig og hristi höfuðið.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun