Danske varar við krónunni 4. ágúst 2007 02:00 Lars Christensen, sérfræðingur Danske Bank, er höfundur nýrra skrifa bankans um íslensk efnahagsmál. Svartsýnisspár hans í fyrra gengu ekki eftir. Fréttablaðið/Vilhelm Ísland er fyrsta land í heim sem byggir á skuldsettum yfirtökum, segir í áliti Lars Christensen, sérfræðings Danske Bank, sem birt var í gær. Í álitinu varar Christensen fjárfesta sérstaklega við íslenskum mörkuðum, sér í lagi ef horfur versna á alþjóðamörkuðum. Sérfræðingar segja skrif Christensen í takt við fyrri umfjallanir hans um íslensk efnahagsmál sem verið hafi fram úr hófi svartsýnar. Í mars í fyrra gaf Danske Bank til að mynda út skýrslu þar sem Íslandi var líkt við Taíland og Tyrkland í aðdraganda efnahagskreppu. Christensen segir í nýja álitinu að fjárfestar sem tekið hafi þátt í íslensku útrásinni gætu lent í örðugleikum með fjármögnun í kjölfar óróa sem verið hefur á alþjóðlegum mörkuðum og rakinn er meðal annars til bandarísks fasteignamarkaðar. Þá segir hann líklegt að krónubréf upp á 70 milljarða króna með gjalddaga í september gætu grafið enn undan krónunni. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir lækkun krónu á mörkuðum síðustu daga verða að skoðast í ljósi þess að hún hafði áður styrkst verulega yfir alllangt tímabil. „Krónan er lítil mynt í hreggviðrum alþjóðamarkaðarins og ekkert nýtt að hún sveiflist. Þetta einkenni hennar hefur borið hátt í umræðu um framtíðarskipan gjaldeyris- og gengismála hér,“ segir hann og kveður skrif Danske Bank mættu vera betur grunduð. „Þetta eru vangaveltur sem kastað er fram án nýtilegra tölulegra gagna eða athugana,“ segir hann og bendir á að yfirlýsingar Seðlabankans um háa stýrivexti áfram þar sem hækkun er ekki útilokuð séu fallnar til að ýta undir frekari viðskipti með krónubréf. Þá furðar Ólafur sig á fullyrðingu bankans um að íslenskt efnahagslíf byggist á skuldsettum fyrirtækjakaupum í útlöndum. „Útrásin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er um það bil fimm ára gömul og er mikilvæg viðbót við íslenskt efnahagslíf. Þeir tala eins og hér hafi ekkert atvinnulíf verið fyrir aldamót,“ segir hann og bendir á að sérfræðingar Danske Bank hafi áður sýnt að þeir mættu skerpa á sérþekkingunni. „Þeir höfðu þá uppi sverar spár um íslensk efnahagsmál sem reyndust markleysa. Árið 2006 var mjög gott í íslensku efnahagslífi og 2007 hefur verið það líka. Fyrirtækin birta góðar afkomutölur í Kauphöllinni hvert af öðru, atvinna er næg, mikil verkefni framundan og ríkissjóður firnasterkur, svo gott sem skuldlaus. Hafandi farið erindisleysu í fyrra hefði verið hyggilegt að lesa aðeins betur heima núna.“ Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ísland er fyrsta land í heim sem byggir á skuldsettum yfirtökum, segir í áliti Lars Christensen, sérfræðings Danske Bank, sem birt var í gær. Í álitinu varar Christensen fjárfesta sérstaklega við íslenskum mörkuðum, sér í lagi ef horfur versna á alþjóðamörkuðum. Sérfræðingar segja skrif Christensen í takt við fyrri umfjallanir hans um íslensk efnahagsmál sem verið hafi fram úr hófi svartsýnar. Í mars í fyrra gaf Danske Bank til að mynda út skýrslu þar sem Íslandi var líkt við Taíland og Tyrkland í aðdraganda efnahagskreppu. Christensen segir í nýja álitinu að fjárfestar sem tekið hafi þátt í íslensku útrásinni gætu lent í örðugleikum með fjármögnun í kjölfar óróa sem verið hefur á alþjóðlegum mörkuðum og rakinn er meðal annars til bandarísks fasteignamarkaðar. Þá segir hann líklegt að krónubréf upp á 70 milljarða króna með gjalddaga í september gætu grafið enn undan krónunni. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir lækkun krónu á mörkuðum síðustu daga verða að skoðast í ljósi þess að hún hafði áður styrkst verulega yfir alllangt tímabil. „Krónan er lítil mynt í hreggviðrum alþjóðamarkaðarins og ekkert nýtt að hún sveiflist. Þetta einkenni hennar hefur borið hátt í umræðu um framtíðarskipan gjaldeyris- og gengismála hér,“ segir hann og kveður skrif Danske Bank mættu vera betur grunduð. „Þetta eru vangaveltur sem kastað er fram án nýtilegra tölulegra gagna eða athugana,“ segir hann og bendir á að yfirlýsingar Seðlabankans um háa stýrivexti áfram þar sem hækkun er ekki útilokuð séu fallnar til að ýta undir frekari viðskipti með krónubréf. Þá furðar Ólafur sig á fullyrðingu bankans um að íslenskt efnahagslíf byggist á skuldsettum fyrirtækjakaupum í útlöndum. „Útrásin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er um það bil fimm ára gömul og er mikilvæg viðbót við íslenskt efnahagslíf. Þeir tala eins og hér hafi ekkert atvinnulíf verið fyrir aldamót,“ segir hann og bendir á að sérfræðingar Danske Bank hafi áður sýnt að þeir mættu skerpa á sérþekkingunni. „Þeir höfðu þá uppi sverar spár um íslensk efnahagsmál sem reyndust markleysa. Árið 2006 var mjög gott í íslensku efnahagslífi og 2007 hefur verið það líka. Fyrirtækin birta góðar afkomutölur í Kauphöllinni hvert af öðru, atvinna er næg, mikil verkefni framundan og ríkissjóður firnasterkur, svo gott sem skuldlaus. Hafandi farið erindisleysu í fyrra hefði verið hyggilegt að lesa aðeins betur heima núna.“
Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira