Spilar með KR í vetur ef ekkert breytist 4. ágúst 2007 07:30 Helgi Már Magnússon Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. Helgi Már lék með svissneska liðinu Basket-Club Boncourt við góðan orðstír í vetur og er nú á fullu að undirbúa sig fyrir verkefni landsliðsins í haust. „Ég verð ekki áfram í Sviss, var að vonast eftir því að komast til Frakklands en eins og staðan er núna þá verð ég bara heima," segir Helgi Már. Helgi Már Magnússon spilaði eitt fullt tímabil með KR áður en hann fór í háskólanám við Catawba-skólann. Það var veturinn 2001-02 og var Helgi Már með 12,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Helgi Már var í stóru hlutverki á fjórum árum sínum í Catawba þar sem hann var með 13,8 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í 119 leikjum sínum fyrir skólann. Helgi og félagar í Boncourt komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni þar sem liðið veitti verðandi meisturum í Benetton harða keppni í undanúrslitunum. Helgi Már átti mjög góða leiki í úrslitakeppninni og í undanúrslitaeinvíginu gegn Benetton var hann með meðal annars með 14,3 stig að meðaltali og 47 prósent nýtingu úr 19 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. „Það er enginn heimsendir að vera hérna heima enda eru mjög spennandi tímar hjá KR. Ég er að vonast eftir því að þetta skýrist á næstu dögum því ég nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér eitthvað fram eftir hausti. Ég ætla að bíða næstu vikurnar og sjá hvað gerist. Ég ætla bara að einbeita mér að landsliðinu," segir Helgi Már sem myndi styrkja KR-liðið mikið ekki síst þar sem liðið er að taka þátt í Evrópukeppninni í fyrsta sinn í sextán ár. Helgi Már hefur leikið 46 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 295 stig eða 6.4 að meðaltali í leik. Hann hefur leikið alla leiki liðsins undanfarin þrjú ár og var varafyrirliði liðsins þegar liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum í Mónakó fyrr í sumar. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. Helgi Már lék með svissneska liðinu Basket-Club Boncourt við góðan orðstír í vetur og er nú á fullu að undirbúa sig fyrir verkefni landsliðsins í haust. „Ég verð ekki áfram í Sviss, var að vonast eftir því að komast til Frakklands en eins og staðan er núna þá verð ég bara heima," segir Helgi Már. Helgi Már Magnússon spilaði eitt fullt tímabil með KR áður en hann fór í háskólanám við Catawba-skólann. Það var veturinn 2001-02 og var Helgi Már með 12,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Helgi Már var í stóru hlutverki á fjórum árum sínum í Catawba þar sem hann var með 13,8 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í 119 leikjum sínum fyrir skólann. Helgi og félagar í Boncourt komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni þar sem liðið veitti verðandi meisturum í Benetton harða keppni í undanúrslitunum. Helgi Már átti mjög góða leiki í úrslitakeppninni og í undanúrslitaeinvíginu gegn Benetton var hann með meðal annars með 14,3 stig að meðaltali og 47 prósent nýtingu úr 19 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. „Það er enginn heimsendir að vera hérna heima enda eru mjög spennandi tímar hjá KR. Ég er að vonast eftir því að þetta skýrist á næstu dögum því ég nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér eitthvað fram eftir hausti. Ég ætla að bíða næstu vikurnar og sjá hvað gerist. Ég ætla bara að einbeita mér að landsliðinu," segir Helgi Már sem myndi styrkja KR-liðið mikið ekki síst þar sem liðið er að taka þátt í Evrópukeppninni í fyrsta sinn í sextán ár. Helgi Már hefur leikið 46 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 295 stig eða 6.4 að meðaltali í leik. Hann hefur leikið alla leiki liðsins undanfarin þrjú ár og var varafyrirliði liðsins þegar liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum í Mónakó fyrr í sumar.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira