Journal rennur Murdoch úr greipum 1. ágúst 2007 01:30 Rupert Murdoch Ólíklegt þykir að News Corp, fyrirtæki ástralska fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, geti yfirtekið bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones, sem meðal annars gefur út hið víðfræga viðskiptatímarit Wall Street Journal. Bancroft-fjölskyldan sem á 64 prósenta hlut í Dow Jones, er sögð hafa horn í síðu Murdochs, og vill heldur að félagið komist í hendur þóknanlegri manna. Brad Greenspan, stofnandi MySpace-tengslanetsins, hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að komast yfir ráðandi hluta í Dow Jones. Viðræður milli Dow Jones og News Corp hafa nú staðið í nokkrar vikur, og hafði stjórn Dow Jones lagt blessun sína yfir hugsanlega yfirtöku á félaginu. Nú virðist hins vegar hafa komið babb í bátinn. Rupert Murdoch hefur lýst því yfir að ritstjórnarlegt sjálfstæði Wall Street Journal verði tryggt komist hann yfir ráðandi hlut í News Corp. Murdoch hefur legið undir ámæli fyrir að skipta sér um of af efnistökum fjölmiðla sinna; þá sérstaklega bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox, sem raunar er sú bandaríska fréttastöð sem hefur mest áhorf. Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ólíklegt þykir að News Corp, fyrirtæki ástralska fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, geti yfirtekið bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones, sem meðal annars gefur út hið víðfræga viðskiptatímarit Wall Street Journal. Bancroft-fjölskyldan sem á 64 prósenta hlut í Dow Jones, er sögð hafa horn í síðu Murdochs, og vill heldur að félagið komist í hendur þóknanlegri manna. Brad Greenspan, stofnandi MySpace-tengslanetsins, hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að komast yfir ráðandi hluta í Dow Jones. Viðræður milli Dow Jones og News Corp hafa nú staðið í nokkrar vikur, og hafði stjórn Dow Jones lagt blessun sína yfir hugsanlega yfirtöku á félaginu. Nú virðist hins vegar hafa komið babb í bátinn. Rupert Murdoch hefur lýst því yfir að ritstjórnarlegt sjálfstæði Wall Street Journal verði tryggt komist hann yfir ráðandi hlut í News Corp. Murdoch hefur legið undir ámæli fyrir að skipta sér um of af efnistökum fjölmiðla sinna; þá sérstaklega bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox, sem raunar er sú bandaríska fréttastöð sem hefur mest áhorf.
Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira