Viljum alls ekki missa Valdimar 17. júlí 2007 01:00 Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Valdimar sagði við Fréttablaðið í gær að sá fréttaflutningur væri ekki réttur, þó svo að hann hefði rætt við Malmö og litist vel á það sem félagið hefði að bjóða. Fyrst af öllu þarf Malmö hins vegar að ná samkomulagi við Fram um kaupverð á Valdimari. „Þetta er fjarri því að vera klappað og klárt en við erum í viðræðum við félagið," segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Við stöndum ekki í vegi fyrir leikmönnum okkar að fara út en að sjálfsögðu viljum við ekki missa Valdimar. Við erum að reyna að búa til alvöru lið og viljum halda okkar bestu mönnum," bætti Jón Eggert við. Í nýundirrituðum samning Valdimars og Fram er kveðið á um ákveðna upphæð sem þarf til að losa leikmanninn frá samningnum. „Miðað við þann tíma sem ég hef verið hjá liðinu er hægt að segja að þetta verði ágætis ávöxtun fyrir Framara," segir Valdimar. Malmö vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Fyrrum landsliðsmaður Svía, Per Carlén, þjálfar liðið og hefur þegar fengið til sín nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal íslenska varnartröllið Guðlaug Arnarson. Valdimar viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að fara til Svíþjóðar. „Ég var eiginlega búinn að gefa atvinnumennskuna frá mér en þetta gæti verið góður kostur. Það er mikill metnaður í liðinu og Malmö er góður staður sem hentar vel fyrir fjölskylduna," segir Valdimar, en hann fór á sína fyrstu æfingu með Fram í gærkvöldi. Hver veit nema sú æfing verði hans eina með liðinu. Olís-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Valdimar sagði við Fréttablaðið í gær að sá fréttaflutningur væri ekki réttur, þó svo að hann hefði rætt við Malmö og litist vel á það sem félagið hefði að bjóða. Fyrst af öllu þarf Malmö hins vegar að ná samkomulagi við Fram um kaupverð á Valdimari. „Þetta er fjarri því að vera klappað og klárt en við erum í viðræðum við félagið," segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Við stöndum ekki í vegi fyrir leikmönnum okkar að fara út en að sjálfsögðu viljum við ekki missa Valdimar. Við erum að reyna að búa til alvöru lið og viljum halda okkar bestu mönnum," bætti Jón Eggert við. Í nýundirrituðum samning Valdimars og Fram er kveðið á um ákveðna upphæð sem þarf til að losa leikmanninn frá samningnum. „Miðað við þann tíma sem ég hef verið hjá liðinu er hægt að segja að þetta verði ágætis ávöxtun fyrir Framara," segir Valdimar. Malmö vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Fyrrum landsliðsmaður Svía, Per Carlén, þjálfar liðið og hefur þegar fengið til sín nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal íslenska varnartröllið Guðlaug Arnarson. Valdimar viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að fara til Svíþjóðar. „Ég var eiginlega búinn að gefa atvinnumennskuna frá mér en þetta gæti verið góður kostur. Það er mikill metnaður í liðinu og Malmö er góður staður sem hentar vel fyrir fjölskylduna," segir Valdimar, en hann fór á sína fyrstu æfingu með Fram í gærkvöldi. Hver veit nema sú æfing verði hans eina með liðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira